Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 52
upp á Strút, er veðrið væri svo bjart og gott. Hann gæti þá sýnt
mér svo mikið pláss þar, er ég væri ókunnugur en ætti máske oft
eftir að fara um, sem líka kom fram.
Við röltum nú í rólegheitum upp á hæsta tindinn. Ég hafði
mjög gott af þeirri göngu, því útsýnið var mikið og félagarnir kunn-
ugir og sögðu mér vel til. Af Strútnum sést suðaustur yfir Skaftár-
tungu, Meðalland og Álftaver, út á haf og fjöli og jöklar til allra
átta. Nú var farið að þykkna í lofti og kominn svartur bakki á
Mýrdalsjökul, sem er hér skammt sunnar. Af Strútnum sáum við
líka til smalanna, sem voru að koma í nánd, svo við héldum niður
aftur.
Gangnamennirnir komu um kl. 3 í verið með nokkuð margt fé,
og þá fór að byrja að snjóa. Féð var nú rekið í réttina og hlaðið í
dyrnar. Til okkar voru komnir þrír menn úr Skaftártungu, fjall-
kóngur þeirra, Sigurður Sigurðsson, þá í Hvammi, og annar, sem
ég man ekki nafn á. Þeir, sem fóru í Hólmsárbotna, sögðust hafa
tapað einu lambi í Laugarhálsi, sem er austan við Hólmsá. Fjall-
kóngurinn bað mig að koma með sér og vita, hvort við fyndum
lambið, þótt nokkuð væri farið að drífa. Leið okkar lá inn undir
laugarnar, þar sem er sjóðandi hver og víða volgrur. Þekkti ég þar
alveg umhverfið eftir draumi, sem mig hafði dreymt nokkru áður
en ég fór þessa ferð, en aldrei hafði ég komið þar í vöku. Við sá-
um hilla undir lambið upp á Laugarhálsi. Ég fór af baki, komst upp
á hálsinn og bak við lambið, án þess það sæi mig. Það hljóp svo
suðvestur af hálsinum, er það varð vart við mig, og ég á eftir og
gat gripið það, er það var að komast að ánni. Við reiddum það
svo heim í réttina um kvöldið, og var þá komin ákafa drífa.
Er litið var út morguninn eftir, var ófagurt um að litast, allt á
bólakafi af snjó og sama hríðarkófið, svo varla grillti í Strútinn
rétt hjá okkur. Það var því hinkrað við um stund. Á níunda tím-
anum birti til og sást í loft. Var nú farið að ná í hestana, sem
hímdu þarna skammt frá. Aðrir fóru að draga austanféð út úr
réttinni. Ekki var það efnilegt að grafa reiðinga og annað dót upp
úr snjónum.
Nú var lagt af stað og til allrar ólukku farin gatan norðan við
Strútinn, því snjókoman var af suðri og hafði skafið norður af
50
Goðasteinn