Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 10

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 10
þeir neyttu matar og drykkjar í miklum flýti, oft standandi. Voru engir matar- eða kaffitímar í þessari vinnu. Sæmundur vildi ekki bíða Odds, heldur komast út tafarlaust. Kallaði hann í nærstaddan mann, Ágúst Pálsson, son bóndans í Snotru, og bað hann að koma með sér í þessa ferð. Játti Ágúst því fúslega. Þá er Sæmundur kemur út að skipinu hittist þannig á, að hinir bátarnir eru í landi en voru í þann veginn að leggja af stað út, a. m. k. tveir þeir fyrstu, sem búnir voru að losa. Formenn á þeim voru Þorgeir á Arnarhóli og Guðjón í Hallgeirsey, en Gissur Gísla- son í Litlu-Hildisey var með bát Guðjóns þessa einu ferð. Vélbát- urinn var og uppi undir sandi. Nú bar ógnvekjandi sjón fyrir augu þeirra sem í landi voru: skip Sæmundar á Lágafclli rak aftur fyrir ,,Magnhild“ á hvolfi. Hvað hafði skeð? Auðsætt var, að slys hafði orðið, en hversu alvarlegt var það? Skip Guðjóns í Hallgeirsey og Þorgeirs á Arnarhóli voru bæði nýkomin á flot. Var nú hrópað til bátverja úr landi, að bát Sæ- mundar hefði hvolft og sjáist hann á floti aftan við vöruskipið. Var nú róinn lífróður út að vöruskipinu, og varð Gissur fyrst- ur á slysstaðinn. Var þar ömurlegt um að litast. En áður en þar ■er komið frásögunni, þykir rétt að rekja tildrög slyssins. Sæmundur var að taka þakjárnsfarm í bát sinn. Var búið að losa krókinn og hann á leið upp, en um leið og byrjað var að hífa, krækt- íst krókurinn undir borðstokk bátsins. Snarhallaðist hann við það, ■og járnið rann út í aðra hliðina. Skipti það engum togum, að bátn- um hvolfdi og allir bátverjar í sjóinn. Voru mennirnir allir ósyndir að kalla. Sá einn háseta Sæmundar, sem var syndur vel, var Oddur í Vatnshól, sem nú var í landi. Sver kaðall lá langs eftir skipshliðinni, stafna á milli. Tveir há- setar á hverjum bát höfðu það verk með höndum að halda upp- skipunarbátnum að vöruskipinu, meðan hann var hlaðinn; héldu þeir í kaðalinn, annar að framan og hinn í skut. Mun formaður stundum hafa haldið bátnum að skutmegin. Á bát Sæmundar hafði Guðjón í Miðhjáleigu þetta verk með höndum. Þegar bátnum hvolfdi, sleppti hann ekki takinu á kaðl- S Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.