Goðasteinn - 01.09.1967, Side 10

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 10
þeir neyttu matar og drykkjar í miklum flýti, oft standandi. Voru engir matar- eða kaffitímar í þessari vinnu. Sæmundur vildi ekki bíða Odds, heldur komast út tafarlaust. Kallaði hann í nærstaddan mann, Ágúst Pálsson, son bóndans í Snotru, og bað hann að koma með sér í þessa ferð. Játti Ágúst því fúslega. Þá er Sæmundur kemur út að skipinu hittist þannig á, að hinir bátarnir eru í landi en voru í þann veginn að leggja af stað út, a. m. k. tveir þeir fyrstu, sem búnir voru að losa. Formenn á þeim voru Þorgeir á Arnarhóli og Guðjón í Hallgeirsey, en Gissur Gísla- son í Litlu-Hildisey var með bát Guðjóns þessa einu ferð. Vélbát- urinn var og uppi undir sandi. Nú bar ógnvekjandi sjón fyrir augu þeirra sem í landi voru: skip Sæmundar á Lágafclli rak aftur fyrir ,,Magnhild“ á hvolfi. Hvað hafði skeð? Auðsætt var, að slys hafði orðið, en hversu alvarlegt var það? Skip Guðjóns í Hallgeirsey og Þorgeirs á Arnarhóli voru bæði nýkomin á flot. Var nú hrópað til bátverja úr landi, að bát Sæ- mundar hefði hvolft og sjáist hann á floti aftan við vöruskipið. Var nú róinn lífróður út að vöruskipinu, og varð Gissur fyrst- ur á slysstaðinn. Var þar ömurlegt um að litast. En áður en þar ■er komið frásögunni, þykir rétt að rekja tildrög slyssins. Sæmundur var að taka þakjárnsfarm í bát sinn. Var búið að losa krókinn og hann á leið upp, en um leið og byrjað var að hífa, krækt- íst krókurinn undir borðstokk bátsins. Snarhallaðist hann við það, ■og járnið rann út í aðra hliðina. Skipti það engum togum, að bátn- um hvolfdi og allir bátverjar í sjóinn. Voru mennirnir allir ósyndir að kalla. Sá einn háseta Sæmundar, sem var syndur vel, var Oddur í Vatnshól, sem nú var í landi. Sver kaðall lá langs eftir skipshliðinni, stafna á milli. Tveir há- setar á hverjum bát höfðu það verk með höndum að halda upp- skipunarbátnum að vöruskipinu, meðan hann var hlaðinn; héldu þeir í kaðalinn, annar að framan og hinn í skut. Mun formaður stundum hafa haldið bátnum að skutmegin. Á bát Sæmundar hafði Guðjón í Miðhjáleigu þetta verk með höndum. Þegar bátnum hvolfdi, sleppti hann ekki takinu á kaðl- S Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.