Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 30
hvað í líkingu við þetta. Það hiýtur að vera hægt, ef áhugi er fyr-
ir hendi.
En tíminn líður óðfluga. Skyndilega er að því komið að halda
aftur af stað. 1 vetfangi hverfum við úr kyrrlátum ævintýraheimi
miðaldanna á Maihaugen og stígum upp í lestina, sem hcldur af
stað í norðurátt áleiðis til Þrándheims.
Ferðin upp Guðbrandsdalinn sóttist greiðlega. Veður var gott
og útsýni fagurt, skógar og grösugar byggðir á báðar hendur. Upp
til fjallanna eru sumarhagar búfjárins og sel á víð og dreif. Smám
saman þrengist dalurinn, hlíðarnar verða brattari og landið hækk-
ar. Brátt förum við um mesta hálendi Noregs með Jötunheiminn
á vinstri og Rondana á hægri hönd. Þar kcmur um síðir að ekkert
er að sjá annað en heiðalönd og reginfjöll. Skógurinn minnkar,
eftir því sem ofar dregur, og í rúmlega þúsund metra hæð yfir sjó,
sem var hæsti hluti leiðarinnar, sjást aðeins víðirunnar og birki-
kræklur hér og þar. Snjóskaflar eru þarna í hlíðarslökkum og harla
kuldalegt um að litast. En samt er hér miklu meiri og öflugri gróð-
ur en í sambærilegri hæð heima á Islandi, þar sem varla er um
nokkurn samfelldan gróðu'r að ræða. Á sumrin getur orðið hér
allheitt öðru hverju en vetrarríki mun mikið. Víða meðfram járn-
brautum og vegum getur að líta skíðgarða til varnar snjóþyngslum.
1 Dofrafjöllum er landslag leiðarinnar einna stórbrotnast og hrika-
legast. Hæsta fjallið, sem við sáum frá lestinni, var Snjóhetta, og
er hún 2286 metra há eða 167 metrum hærri en sjálfur Hvannadals-
hnjúkur.
Er Dofrafjöll liggja að baki, tekur landið að lækka og landslag að
mildast. Senn komum við í gróðursælar og frjósamar byggðir
Þrændalaga, og brátt eygjum við hinn forna höfuðstað Noregs, við
Niðelfuna, framundan. Síðla dags er numið staðar á járnbrautar-
stöðinni í Þrándheimi, og þessum áhrifamikla áfanga ferðalagsins
er lokið. Við fáum okkur leigubíl og ökum með honum til stúd-
entagarðanna á Móholti í útjaðri borgarinnar, þar sem þingfull-
trúarnir 160 eiga að dveljast þá viku, sem ráðstefnan stendur. Bíl-
stjóri okkar vildi vita um þjóðerni okkar og heimkynni. Létti hon-
um stórlega, þegar hann frétti að við værum íslendingar, því að
hann hafði haldið að við værum Þjóðverjar, en af þeim hafði hann
28
Goðasteinn