Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 30

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 30
hvað í líkingu við þetta. Það hiýtur að vera hægt, ef áhugi er fyr- ir hendi. En tíminn líður óðfluga. Skyndilega er að því komið að halda aftur af stað. 1 vetfangi hverfum við úr kyrrlátum ævintýraheimi miðaldanna á Maihaugen og stígum upp í lestina, sem hcldur af stað í norðurátt áleiðis til Þrándheims. Ferðin upp Guðbrandsdalinn sóttist greiðlega. Veður var gott og útsýni fagurt, skógar og grösugar byggðir á báðar hendur. Upp til fjallanna eru sumarhagar búfjárins og sel á víð og dreif. Smám saman þrengist dalurinn, hlíðarnar verða brattari og landið hækk- ar. Brátt förum við um mesta hálendi Noregs með Jötunheiminn á vinstri og Rondana á hægri hönd. Þar kcmur um síðir að ekkert er að sjá annað en heiðalönd og reginfjöll. Skógurinn minnkar, eftir því sem ofar dregur, og í rúmlega þúsund metra hæð yfir sjó, sem var hæsti hluti leiðarinnar, sjást aðeins víðirunnar og birki- kræklur hér og þar. Snjóskaflar eru þarna í hlíðarslökkum og harla kuldalegt um að litast. En samt er hér miklu meiri og öflugri gróð- ur en í sambærilegri hæð heima á Islandi, þar sem varla er um nokkurn samfelldan gróðu'r að ræða. Á sumrin getur orðið hér allheitt öðru hverju en vetrarríki mun mikið. Víða meðfram járn- brautum og vegum getur að líta skíðgarða til varnar snjóþyngslum. 1 Dofrafjöllum er landslag leiðarinnar einna stórbrotnast og hrika- legast. Hæsta fjallið, sem við sáum frá lestinni, var Snjóhetta, og er hún 2286 metra há eða 167 metrum hærri en sjálfur Hvannadals- hnjúkur. Er Dofrafjöll liggja að baki, tekur landið að lækka og landslag að mildast. Senn komum við í gróðursælar og frjósamar byggðir Þrændalaga, og brátt eygjum við hinn forna höfuðstað Noregs, við Niðelfuna, framundan. Síðla dags er numið staðar á járnbrautar- stöðinni í Þrándheimi, og þessum áhrifamikla áfanga ferðalagsins er lokið. Við fáum okkur leigubíl og ökum með honum til stúd- entagarðanna á Móholti í útjaðri borgarinnar, þar sem þingfull- trúarnir 160 eiga að dveljast þá viku, sem ráðstefnan stendur. Bíl- stjóri okkar vildi vita um þjóðerni okkar og heimkynni. Létti hon- um stórlega, þegar hann frétti að við værum íslendingar, því að hann hafði haldið að við værum Þjóðverjar, en af þeim hafði hann 28 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.