Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 8
Alþingishátíðina á Þingvöllum 26.-28. júní, Ágúst Einarsson kaup-
félagsstjóri, Hallgeirsey, Gunnar Vigfússon bókari hjá kaupfél. s..
st. og hjónin í Hallgeirseyjarhjáleigu, Ingvar Ingvarsson og Guðrún
Jónasdóttir. Höfðu þau m.a. fengið lánað tjald, er þau fjögur ætl
uðu að búa í, meðan hátíðin stæði.
En mitt í undirbúningi ferðarinnar, fékk Ágúst kaupfélagsst; óri
skeyti um það, að vöruskip kaupfélagsins „Magnhild“ væri vænt-
anlegt innan tíðar. Voru þau þá tilneydd að hætta við ferðina á
þessa sögulegu hátíð.
Skipið var væntanlegt frá Vestmannaeyjum upp að Hallgeirs-
eyjarsandi mánudaginn 23. júní. Hafði skipið beðið um hríð við
Eyjar, unz sjór yrði fær við sandinn.
Var nú veifað í Hallgeirsey upp úr hádegi og litlu síðar í Litlu-
Hildisey og Seli. Vissu þá allir hvað í vændum var: skipskoma.
Uppskipunarbátar voru þrír til staðar, þ. e. vertíðarskip Land-
eyinga. En brátt voru svo margir menn komnir í sand, að hægt var
að manna fjórða skipið, sem var skip Sæmundar Ólafssonar oddvita
á Lágafelli. Var skip Sæmundar austur á Fitjarfjöru, sem er nokk-
uð austar á sandinum.
Sjór var ekki góður, þá er fram var komið. Var á takmörkum að
hægt væri að athafna sig við uppskipun. Voru menn nú að „bræða
hann“, sem kallað var, og héldu að sjór mundi fara batnandi.
Var Sæmundur á Lágafelli beðinn að velja sér menn og sækja
skip sitt til uppskipunarinnar. Þótti við hæfi að hafa 4-6 skip í
gangi, þegar vöruskipin komu.
Sæmundur valdi eftirtalda menn til farar með sér: Guðjón Guð-
mundsson, bónda í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu, Pétur Guðmunds-
son, bónda í Selshjáleigu (bróður Guðjóns), Jóhann Jónasson, Gul-
arási, Guðjón Sigurðsson, bónda Voðmúlastaða-Miðhjáleigu, Jón
Vigfússon, Vatnahjáleigu, Gest Jónsson, Búðarhóls-Austurhjáleigu
og Odd Þórðarson, bónda í Vatnshól. Allir voru menn þessir vanir
sjómenn við sandinn. Sæmundur á Lágafelli var formaður mörg
ár, sjóglöggur í bezta lagi og kappsfullur, en þó gætinn.
Sæmundur og menn hans halda nú austur á Fitjarfjöru og maður
að auki, til þess að fara með hestana til baka. Á Fitjarfjöru var
líka vondur sjór, og sló skipinu tvisvar upp, er lagt var út, en út
6
Goðasteinn