Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 77
stundarkorn, cf fólk vildi fá sér froðuspón. Froðan nefndist ýmist
strokkfroða eða luntafroða.
Ekki skal farið lengra út í þessa „sálma“, og er strokkþætti þar
með lokið.
Ath. Lýsing á verklagi við smjörgerð er að mestu miðuð við
heimabyggð mína, Eyjafjöll. Rétt er að láta þess getið, að grein
mín um bitafjalir í síðasta hefti Goðasteins á fyrst og fremst við
Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu og þá allra helzt svæð-
ið milli Þjórsár og Mýrdalssands. Þar fullyrði ég, að hafi verið al-
menn venja að hafa bitafjalir í skipum og julum langt fram eftir 19.
öld. Öðru máli mun hafa gegnt um vorbáta Landeyinga, í hæsta
lagi fjórróin för, enda hafði ég þá ekki í huga í grein minni. Nægar
hcimildir hef ég um þessa venju til þess að vita, að hún tíðkaðist í
Austur-Skaftafellssýslu, Vestmannaeyjum, Árnessýslu og Gull-
bringusýslu en ekki nægar til þess að segja, að hún hafi verið al-
menn, nema þá helzt í Vestmannaeyjum. Könnun í þessu efni er
bagi að því, að varla veit neinn um upphafið.
Ein setning í grein minni hefur brjálazt: Bls. 68, 5. lína a. o.
„Framan á bitann“ o. s. frv. Rétt skal hún vera á þessa leið: Fram-
an á skipið var oft fest lítið nafnspjald . . . en aftan á bitann var
fest áletruð bitafjöl.
Fyrir þessu geri ég væntanlega betri grein síðar, að því er varð-
ar fyrrgreint heimasvæði mitt.
Þ. T.
Goðasteinn
75