Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 59
Svo sem fornar sögur herma, hefir silungsveiði löngum verið
stunduð í Apavatni. Ekki var slegið slöku við veiðina þetta sumar.
Unglingspiltur er Jói var nefndur, annaðist veiðina og dró björg
í bú. Þeim, er frá þessu segir, þótti upplyfting í að róa út á vatnið
með Jóni um helgar, og einu sinni var farið í ádrátt í ána (Apaá)
og veiddist vel.
Þetta sumar (1896) mátti heita, að væri sífelld veðurblíða, sól-
skin og stafalogn. Roskinn maður í nágrenni Apavatns hafði orð
á, að þessi veðurblíða myndi draga dilk á eftir sér, búast mætti
við einhverjum náttúruhamförum eftir svona langvarandi stillur.
Þessum spádómi var lítill gaumur gefinn.
Þegar verkum var lokið á Mosfelli og Apavatni, fór Samúel
heimleiðis, niður á Bakka. Komið var við í Vaðnesi. Þar varð
annar lærlingurinn eftir. Hann hét Guðbjörn Björnsson og átti að
ljúka stofusmíðinni.
Við Samúel fórum yfir Hvítá á ferju hjá Arnarbæli þann 26.
ágúst. Fararskjóta þeirra Grímsnesinga naut ekki við nema að
ferjustaðnum. Fórum við gangandi það, sem eftir var leiðarinnar,
með byrðar nokkrar á baki. Yfir vegleysur var að fara, ekki rvo
mikið sem götutroðningar á þessari leið. Á móts við Langhoítsbæi
gengum við yfir kargaþýfða mýri, stiknðum þúfu af þúfu. Þá barst
að eyrum okkar einkennilegt hljóð. Við stön?.uðum og hlustuðum.
Mér kom í hug hljóð, er ég nafði heyrt austur í Landbroti. Það
var, þegar álftahópur hóf sig til flugs á Fagurhliðarflóði og lamdi
vængjunum við vatnsflötinn. Nei, þetta var eitthvað stórkostlegra.
Við stóðum á öndinni. Samúel varð fyrri til máls: „Það er grjót-
hrun úr Ingólfsfjalli.“ Þetta var sennilegt, hljóðið kom úr þeirri
átt.
Það var ekki fyrr en árla næsta dags, að okkur varð áþreyfan-
lega ljós orsök þessa hljóðs, er rofið hafði kvöldkyrrðina. Og
áfram var haldið göngunni. Upp úr lágnætti komum við að Ölves-
árbrú. Þar voru tjöld vegagerðarmanna. Allt var þar með kyrrum
kjörum. Búið var að forma fyrir akveginum spölkorn austur fyrir
brúna. Ekkert var stanzað, fyrr en í Litlu-Sandvík.
Okkur lék forvitni á að líta inn í hlöðuna, er byggð var um
vorið. Nú var hátt í henni af heyi, og þar hvíldum við okkur góða
Goðasteinn
57