Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 44
Nauðlíðandi ég er og aum,
óvinurinn þar gaf að gaum,
sturlaðist hugboð, hrelldist sál,
hvarf bragð, fegurð, þverraði mál.
Vakna ég oft með hryggan hug,
hjartað titrandi er komið á flug,
eykst samvizkuunni angist hér.
Ó, Jesú, vertu hirðir mér.
í náðarskjólið skal nú þitt
skunda ókvíðið hjartað mitt.
Barni þínu munt bjarga þar,
blóðið rennur til skyldunnar.
Ei lætur þú fyrir augum þér
andskotann gjöra leik að mér,
hælið útvalið hef ég þá,
hvur kann mig skilja þér í frá?
Óbiluð standa öll þín mál,
áður en biðja heyra skal,
opna þú náðareyra þitt,
álíttu barnakvakið mitt,
á brjósti móður vel mig vef,
vært og rólega þá ég sef.
Þó himinn og jörð umhverfist hér,
í hendur þínar ég skrifuð er.
Nú er ég óhrædd í allri neyð
illur djöfull þó bruggi seið,
hjá þér guð er mitt háratal,
hvurt óvinurinn ei snerta skal.
Ei gleymir tittlings aumri kind,
enn síður þinni sjálfs ímynd.
Dýrkeypt er ég, því varð mér vært,
vaktar þr.ð hvur, sem honum er kært.
42
Goðasteinn