Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 34
Leikritið gerist að mestu á Súlu, bóndabænum, þar sem konungur
gisti nóttina fyrir bardagann á Stiklastöðum. Er mjög stuðzt við
lýsingu Snorra í Heimskringlu á þessum atburðum, en bætt inn í
margháttuðu skáldlegu ívafi hér og þar.
Hrifning áhorfenda var mjög mikil og fyrir okkur, sem vor-
um gestir frá íslandi og Svíþjóð, var ánægjulegt að sjá, hversu hiut-
ur þeirra Þormóðar Kolbrúnarskálds og Arnljótar gellini var þarna
gerður mikill og góður. Var þetta í fáum orðum sagt ógleymanleg
stund.
Svo sem kunnugt er, leggja Norðmenn sig fram um að halda í
heiðri öllu, sem varpað getur Ijóma á sögu, þjóðerni og fullveldi
þjóðar sinnar. Þessi leiksýning á Stiklastöðum um Ólaf helga og
örlög hans er glöggt dæmi um þessa viðleitni þeirra. Mættum við
íslendingar sitthvað af þeim læra í þessum efnum, því að stund-
um virðist gæta helzt til mikils tómlætis um menningu og þjóðleg
verðmæti hjá okkur.
En fyrr en varði, kom að endalokum ráðstefnu þessarar í Þránd-
heimi. Henni var slitið við hátíðlega athöfn í Niðarósdómkirkju
á” Ólafsmessu, laugardaginn 29. júlí, og brátt hélt hver til síns
heima.
Úr handraða Guðlaugs E. Einarssonar
Það var nefnt höfðingjaborð eða gestaborð í Holtum í Rangárvalla-
sýslu borðið á kaffibollanum, sem borinn var fyrir gesti. Einhver
nefndi berandborð. Gestur gat þá sagt: „Þú þarft ekki að hafa á
bollanum höfðingjaborð handa mér.“ Um þetta er annars sagt:
Fullt skal föntum bera
og ekkert borð á vera.
32
Goðasteinn