Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 24
Minning
Sr. Sigurður
Einarsson
t tvo áratugi vann sr. Sigurður Einarsson fyrir veröld guðs og
manna undir Eyjafjöllum. Nú er hin snjalla rödd þögnuð, en áhrif
hennar og minningin um frábæran andans mann munu lengi vara
hjá vinum.
Miðvikudaginn 15. febrúar þ. á. kom ég að sjúkrabeði hans
og nam stundarkorn staðar. Að skilnaði sagði sr. Siguður, um
leið og hann bað fyrir kveðju til Eyfellinga: „Annað veifið læt
ég mig dreyma um það að eiga eftir að sjá vorið og sumarið undir
Eyjafjöllum." Fáum dögum seinna, 23. febrúar, hvarf hann til
annarra sumarlanda. Eyjafjöll voru svipminni eftir, þjóðlífið fá-
tækara, og kirkjan missti trúan vörð þess dýra dóms, sem henni
er falið að annast um.
Árið 1946 gerðist sr. Sigurður prestur Eyfellinga, þá 48 ára
að aldri. Hingað undir Fjöllin kom hann í raun og veru öllum ó-
kunnugur, þótt þjóðkunnur væri, og hér eignaðist hann það, sem
er flestu dýrmætara, mannhylli. Varla verður því andmælt, að dval-
arár sr. Sigurðar undir Eyjafjöllum voru blómaskeið ævi hans. Að
Holti flutti hann á friðstól, andlega fullþroska maður, kominn
frá vettvangi fjölbreytilegra starfa og sviptivinda, og á hinu gamla
hefðarsetri Eyjafjalla féll honum sjaldan verk úr huga, höndin var
22
Goðasteinn