Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 18
og snyrtimenni með afbrigðum. Rithönd hafði hann netta og ný-
tízkulega.
Jón á Lyngum átti gott hestakyn og hafði yndi af hestum. Tamn-
ingamaður var hann ágætur, fór vel á hesti, reið greitt oftast, en
var þó nærgætinn um að ofreyna ekki reiðskjótann. Án efa hefur
hann ort margar vísur um hesta sína, þó að fáar séu nú í minni
manna. Guðjón á Lyngum, sonarsonur Jóns, kann m.a. þessa hesta-
vísu eftir afa sinn:
Prati greið með hörkuhót
hófum meiðir frónið,
fer á skeiði fen og grjót
fagurt reiðarljónið.
Erlendur hét sonur ráðskonu Jóns, og verður hennar getið síðar.
Um hann orti Jón þessa stöku:
Að læra flest, sem lífið prýðir,
lízt mér gæfuvon,
allar þínar ævitíðir,
Erlendur Jónsson.
Erlendur var prýðilega greindur, en ekki komu þeir Jón skapí
saman. Vera má, að nostursemi hins síðarnefnda hafi þar mestu
um valdið. Frá Lyngum fór Erlendur að Strönd í sömu sveit. Það-
an réðist hann unglingur að Þykkvabæ til foreldra minna. Áttr
hann þá jarpan fola, sem Jón á Lyngum hafði gefið honum. Fol-
inn var mikið hestefni, sem vænta mátti. Erlendur notaði hann til
heimsókna suður í Meðalland, en gætti þess ekki sem skyldi að
haga ferðinni við hæfi folans, sem var fjörmikill og óharðnaður.,
Hcndir slíkt einatt unglinga og ber að víta með skilningi.
Þá ber svo við einn dag, að Jón á Lyngum kemur að Þykkvabæ,
Var það raunar engin nýjung. Spyr hann umsvifalaust eftir Erlendi,
en hann var þá einhvers staðar í verki frá bæ. Tók Jón því rólega
og baðst gistingar. Var ég, stráklingur um tíu ára aldur, látinn
fylgja honum í haga með hestinn, sem var hrafnsvartur að lit, með
16
Goðasteinn