Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 58

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 58
var gert fokhelt en frekari aðgerð iátin bíða haustsins. Þá bjó Egg- ert Einarsson í Vaðnesi. Ekki leyndi það sér, að þar var þrifnaðar- bóndi. Þar var hið fegursta tún, er ég hafði séð, víðáttumikið og rennslétt. Hið sérkennilegasta á þessum bæ var heyhlaðan. Hún hafði ver- ið byggð áður en þakjárn fluttist til landsins, og var á henni spón- þak. Eggert kvaðst hafa flutt spóninn á níu hestum sunnan úr Reykjavík og farið með lestina sem leið lá, yfir Álftavatn. Spón- þakið mun hafa enzt um tugi ára. Gamall maður á Bakkanum hafði sagt okkur, að í Vaðnesi myndum við eiga góða ævi, því þar næði sauðkjötið ávallt saman endu.m. Sú varð líka raunin, því þar fengum við sauðakjöt, vænt og vel verkað. Frá Vaðnesi var farið að Mosfelli. Þangað vorum við reiddir af vinnumanni Eggerts. Mér var fenginn til reiðar steingrár foli, hálftaminn en stólpagripur. Á Mosfelli, hjá Stefáni presti Sephen- scn, var unnið að enduurbótum á bæjarhúsunum. Þar dvaldi ég ■ skammt, því Samúel setti mig til verka á Fremra-Apavatni. Þar bjó þá Tómas Gunnarsson. Tveimur árum áður, en hér er frá sagt, hafði Tómas byggt í- búðarhús, allstórt og stæðilegt. Til þess verks hafði hann fengið smið innansveitar, vel verki farinn, en honum hafði ekki unnizt tími til að ljúka smíðinni. Þá var húsið hálfgert að innanverðu, eftir að ganga frá tveimur herbergjum. Til þess að fullgera þessi her- bergi hafði Tómas svo fengið mann vestan yfir heiði. En þótt verk- inu ætti að heita lokið, var Tómas miður ánægður með vinnu- brögðin. Hann hafði svo veturinn áður, en hér var komið sögu, fengið Samúel til skrafs og ráðagerða um endurbætur. Varð niður- staðan sú, að vinnubrögð þessa utanhéraðssmiðs skyldu afmáð, þar á meðal tvær spjaldhurðir, sem Samúel áleit ekki í húsum hæf- ar. Svo hafði Samúel valið nýjan efnivið á Bakkanum til endur- nýjunar á þessum herbergjum, og nú var sá viður þarna á staðnum, þar á meðal úrvals efni í tvær spjaldhurðir. Samúel kom svo lær- lingunum af stað með þetta verk en var sjálfur að mestu leyti á Mosfelli, með annan lærlinginn öðrum þræði. Ekki var hætt við herbergin, fyrr en þau voru máluð í hólf og gólf. 56 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.