Goðasteinn - 01.09.1967, Side 58

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 58
var gert fokhelt en frekari aðgerð iátin bíða haustsins. Þá bjó Egg- ert Einarsson í Vaðnesi. Ekki leyndi það sér, að þar var þrifnaðar- bóndi. Þar var hið fegursta tún, er ég hafði séð, víðáttumikið og rennslétt. Hið sérkennilegasta á þessum bæ var heyhlaðan. Hún hafði ver- ið byggð áður en þakjárn fluttist til landsins, og var á henni spón- þak. Eggert kvaðst hafa flutt spóninn á níu hestum sunnan úr Reykjavík og farið með lestina sem leið lá, yfir Álftavatn. Spón- þakið mun hafa enzt um tugi ára. Gamall maður á Bakkanum hafði sagt okkur, að í Vaðnesi myndum við eiga góða ævi, því þar næði sauðkjötið ávallt saman endu.m. Sú varð líka raunin, því þar fengum við sauðakjöt, vænt og vel verkað. Frá Vaðnesi var farið að Mosfelli. Þangað vorum við reiddir af vinnumanni Eggerts. Mér var fenginn til reiðar steingrár foli, hálftaminn en stólpagripur. Á Mosfelli, hjá Stefáni presti Sephen- scn, var unnið að enduurbótum á bæjarhúsunum. Þar dvaldi ég ■ skammt, því Samúel setti mig til verka á Fremra-Apavatni. Þar bjó þá Tómas Gunnarsson. Tveimur árum áður, en hér er frá sagt, hafði Tómas byggt í- búðarhús, allstórt og stæðilegt. Til þess verks hafði hann fengið smið innansveitar, vel verki farinn, en honum hafði ekki unnizt tími til að ljúka smíðinni. Þá var húsið hálfgert að innanverðu, eftir að ganga frá tveimur herbergjum. Til þess að fullgera þessi her- bergi hafði Tómas svo fengið mann vestan yfir heiði. En þótt verk- inu ætti að heita lokið, var Tómas miður ánægður með vinnu- brögðin. Hann hafði svo veturinn áður, en hér var komið sögu, fengið Samúel til skrafs og ráðagerða um endurbætur. Varð niður- staðan sú, að vinnubrögð þessa utanhéraðssmiðs skyldu afmáð, þar á meðal tvær spjaldhurðir, sem Samúel áleit ekki í húsum hæf- ar. Svo hafði Samúel valið nýjan efnivið á Bakkanum til endur- nýjunar á þessum herbergjum, og nú var sá viður þarna á staðnum, þar á meðal úrvals efni í tvær spjaldhurðir. Samúel kom svo lær- lingunum af stað með þetta verk en var sjálfur að mestu leyti á Mosfelli, með annan lærlinginn öðrum þræði. Ekki var hætt við herbergin, fyrr en þau voru máluð í hólf og gólf. 56 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.