Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 38

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 38
þessa landvörn. Á uppvaxtarárum mínum var oft að þessu vikið og nefnt: „þegar Stóruvallalækur var skorinn fram.“ Skammt innan og austan við Mörk á Landi kom upp lækur, sem kallaður var Bæjarlækur. Hann rann meðfram túninu í Mörk og meðfram Baðsheiði og framhjá Baðsheiðarhól, scm er við útsuður enda heiðarinnar. Nafn heiðarinnar er dregið af baðhúsi, er var stutt innan við Baðsheiðarhól. Undan hólnum kom lækur, sem samein- aðist Bæjarlæknum frá Mörk. Þaðan frá nefndist rennslið á kafla Klofalækur fram undir Borgarbala. Þar fellur hann saman við Skarðslæk, sem á upptök sín á tveimur stöðum, vestan við Skarð og norðan við Króktún. Klofalækur og Skarðslækur sameinaðir nefndust Stóruvallalækur. Hann rennur í útsuður fram á móts við Stóruvelli. Þar varð fyrir honum hólaþyrping, sem nefnist Hríshólar. Beygði lækurinn þá og rann um sinn í útnorður, en rétt austan við Dráttarhól beygði hann í útsuður, rann þá í þremur kvíslum dá- lítinn spöl og hvarf þá í hraunið. Undir hrauninu rann hann ná- lægt 5 km vegalengd og spratt síðan fram báðum megin við Lækj- arbotna. Ornefnið Hríshólar bendir til, að þar hafi skógur verið. Vestan við þá tekur við sléttlendi til útnorðurs, að Prestvörðu. Heita þar enn Sléttulækir. Útnorðan Prestvörðu kemur upp lækur, sem heitir Vindásós. Frá upptökum hans austur að Hríshólum eru ca 3-4 km. Um miðja 19. öld var Minnivallalækur ekki til, og á þessu svæði var því engin fyrirstaða fyrir foksandinn með að halda áfram landeyðingu. Nálægt þessum tíma mun ráðandi og hugsandi mönn- um í Landsveit hafa dottið í hug, hvort ekki myndi hægt að sam- cina Stóruvallalæk Vindásósi. Fjármagn til framkvæmda var ekki fyrir hendi, svo ekki var um annað en sjálfboðavinnu að ræða með ófullkomnum áhöldum þess tíma. Sandgárarnir tveir voru þá búnir að leggja marga bæi í auðn en höfðu staðnað í bili. Eftir því sem næst verður komizt, hefir þetta verk verið hafið vorið 1851. Skal nú greint frá þeim heimildum, sem ég hefi getað aflað mér, en þeim er allt of þröngur stakkur skorinn. Fyrst heyrði ég talað um það um 1890, að það hefði enginn lækur verið milli Minnivalla og Hellna og Látalætis, en þá rann þar lækur með kvið- vatni, 4-5 hestlengdir á breidd. Fór ég því að spyrja foreldra mína 36 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.