Goðasteinn - 01.09.1967, Side 38

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 38
þessa landvörn. Á uppvaxtarárum mínum var oft að þessu vikið og nefnt: „þegar Stóruvallalækur var skorinn fram.“ Skammt innan og austan við Mörk á Landi kom upp lækur, sem kallaður var Bæjarlækur. Hann rann meðfram túninu í Mörk og meðfram Baðsheiði og framhjá Baðsheiðarhól, scm er við útsuður enda heiðarinnar. Nafn heiðarinnar er dregið af baðhúsi, er var stutt innan við Baðsheiðarhól. Undan hólnum kom lækur, sem samein- aðist Bæjarlæknum frá Mörk. Þaðan frá nefndist rennslið á kafla Klofalækur fram undir Borgarbala. Þar fellur hann saman við Skarðslæk, sem á upptök sín á tveimur stöðum, vestan við Skarð og norðan við Króktún. Klofalækur og Skarðslækur sameinaðir nefndust Stóruvallalækur. Hann rennur í útsuður fram á móts við Stóruvelli. Þar varð fyrir honum hólaþyrping, sem nefnist Hríshólar. Beygði lækurinn þá og rann um sinn í útnorður, en rétt austan við Dráttarhól beygði hann í útsuður, rann þá í þremur kvíslum dá- lítinn spöl og hvarf þá í hraunið. Undir hrauninu rann hann ná- lægt 5 km vegalengd og spratt síðan fram báðum megin við Lækj- arbotna. Ornefnið Hríshólar bendir til, að þar hafi skógur verið. Vestan við þá tekur við sléttlendi til útnorðurs, að Prestvörðu. Heita þar enn Sléttulækir. Útnorðan Prestvörðu kemur upp lækur, sem heitir Vindásós. Frá upptökum hans austur að Hríshólum eru ca 3-4 km. Um miðja 19. öld var Minnivallalækur ekki til, og á þessu svæði var því engin fyrirstaða fyrir foksandinn með að halda áfram landeyðingu. Nálægt þessum tíma mun ráðandi og hugsandi mönn- um í Landsveit hafa dottið í hug, hvort ekki myndi hægt að sam- cina Stóruvallalæk Vindásósi. Fjármagn til framkvæmda var ekki fyrir hendi, svo ekki var um annað en sjálfboðavinnu að ræða með ófullkomnum áhöldum þess tíma. Sandgárarnir tveir voru þá búnir að leggja marga bæi í auðn en höfðu staðnað í bili. Eftir því sem næst verður komizt, hefir þetta verk verið hafið vorið 1851. Skal nú greint frá þeim heimildum, sem ég hefi getað aflað mér, en þeim er allt of þröngur stakkur skorinn. Fyrst heyrði ég talað um það um 1890, að það hefði enginn lækur verið milli Minnivalla og Hellna og Látalætis, en þá rann þar lækur með kvið- vatni, 4-5 hestlengdir á breidd. Fór ég því að spyrja foreldra mína 36 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.