Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 57
Einar Runólfsson á Háamúla:
Jarðskjálftasumaríð
Sumarið 1896 hefur verið nefnt jarðskjálftasumarið. Mér er það
minnisstætt. Þá var ég við trésmíðanám hjá Samúel Jónssyni á Eyr-
arbakka. Þetta sumar var hann ráðinn til smíða á allmörgum
stöðum á Bakkanum og upp um sveitir.
Sumarvinnan hófst upp úr vertíðarlokum með smíði á íbúðar-
húsi fyrir Jón Jóhannsson. Ekki var því húsi lokið um vorið, því
að margt kallaði að. Um þessar mundir hafði Samúel tvo lærlinga.
Þessu næst var farið upp í Sandvíkur og unnið bæði í Stóru- og
Litlu-Sandvík. 1 Stóru-Sandvík höfðu þá lengi búið Magnús Bjarna-
son og Kristín Hannesdóttir, en Hannes sonur þeirra hafði fest
ráð sitt þetta vor, svo nú var þörf fyrir rýmri húsakynni. Úr þessu
bættu þeir feðgar með því að reisa frambæjarhús með stofu og
gangi.
í Litlu-Sandvík bjó um þessar mundir Þorvarður hreppstjóri Guð
mundsson. Hjá honum hafði Samúel, nokkrum árum áður, smíðað
íbúðarhús allmikið úr timbri. En að þessu sinni var það heyhlaða,
sem Þorvarður kom sér upp. Hún var með járnþaki og veggir að
nokkru járnklæddir. Hlaða þessi var í stærra lagi, eftir því sem
þá gerðist.
Það voru viðbrigði að koma í Sandvíkurnar af Bakkanum. Þarna
var nýnæmi á borðum, laxahausar og sjóbirtingur, og þá þótti okk-
ur lærlingunum betri laxasúpan í Sandvík heldur en vatnsgrautur-
inn á Bakkanum.
Þegar verkum var lokið í Sandvíkum, lá leiðin upp í Grímsnes,
að Vaðnesi. Þar átti að reisa stofuhús með gangi (bæjardyrum). Það'
Goðasteinn
55'