Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 74

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 74
janúar 1839. Hann bjó um skeið á Hofi í Öræfum, síðar á Bratt- landi á Síðu, alþekktur bókavinur og gáfumaður. Þrjár gamlar kon- ur á Núpsstað keyptu strokkinn af ekkju Davíðs, Guðbjörgu Jóns- dóttur. Tvær þeirra hétu Ingibjörg og Petrúnella, en nafn hinnar þriðju er gleymt. Frá þeim eignaðist strokkinn Guðríður kona Jóns Jónssonar, er kallaður var Blindi-Jón, og bjó þar sem kallað var „á steininum“ fyrir utan Foss á Síðu. Hann var bróðir Eiríks í Hlíð í Skaftártungu. Jóhanna dóttir þeirra var hjá Magnúsi Þor- lákssyni hreppstjóra á Fossi. Af henni keypti Guðleif frá Teyg- ingalæk strokkinn 1903 á eina krónu og notaði hann eingöngu við smjörgerð fyrstu tvö árin í búskap sínum. Er þá saga hans rakin í stuttu máli. Vera má, að strokkur Mála-Davíðs hafi ekki í upphafi verið Ætlaður til nota árið um kring. Fróðleikskonan Kristín Bjarnadóttir á Heiði á Síðu kenndi mér orðin vetrarstrokkur og sumarstrokkur. Sagði hún, að sum heimili hefðu átt lítinn vetrarstrokk og stóran .sumarstrokk, sem tekinn var í notkun eftir fráfærur, er kýr voru fullgræddar og sauðamjólkin bættist við málsnytina. Man hún eftir vetrarstrokki og sumarstrokki á nágrannaheimili. Vel má vera, að strokkur Mála-Davíðs hafi einmitt verið ætlaður til að strokka í vetrarrjómann. Ekkert er heldur líklegra en hann sé smíðaður af Mála-Davíð. Hann var þekktur smiður og skurðmeistari, og gekk það í arf til Símonar mállausa, sonar hans, föður Kristínar í Gröf í Skaftártungu. Ekki er úr vegi, að enda þennan þátt með því að lýsa smjörgerð í stuttu máli. Fjöldi kannast að sönnu við efnið af sjón og raun, og allvíða verða konur enn að gera smjör í heimahúsum að gömlum hætti og vana, en deyjandi verkmenning er þetta eigi að síður. Smjörgerð var á sumrum sjálfsagður þáttur í málaverkum kvenna, þar sem eitt verkið rak annað. Farið var brátt að búa í strokkinn, þegar búið var að renna trogum og byttum. Strokkvatnið var hitað og strokkurinn laugaður úr því, svo hann varð ylvolgur að innan. Þá var rjóminn síaður í strokkinn um síu, sem ýmist var ,gerð úr saumtagi (melrótum) eða votasefi (Ætli nokkur muni eftir henni?). Vír- eða strásigti, útlend, komu í notkun fyrir síðustu alda- mót. Að þessu búnu voru strokkbullan og strokklokið sett á sinn 72 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.