Goðasteinn - 01.09.1967, Side 74

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 74
janúar 1839. Hann bjó um skeið á Hofi í Öræfum, síðar á Bratt- landi á Síðu, alþekktur bókavinur og gáfumaður. Þrjár gamlar kon- ur á Núpsstað keyptu strokkinn af ekkju Davíðs, Guðbjörgu Jóns- dóttur. Tvær þeirra hétu Ingibjörg og Petrúnella, en nafn hinnar þriðju er gleymt. Frá þeim eignaðist strokkinn Guðríður kona Jóns Jónssonar, er kallaður var Blindi-Jón, og bjó þar sem kallað var „á steininum“ fyrir utan Foss á Síðu. Hann var bróðir Eiríks í Hlíð í Skaftártungu. Jóhanna dóttir þeirra var hjá Magnúsi Þor- lákssyni hreppstjóra á Fossi. Af henni keypti Guðleif frá Teyg- ingalæk strokkinn 1903 á eina krónu og notaði hann eingöngu við smjörgerð fyrstu tvö árin í búskap sínum. Er þá saga hans rakin í stuttu máli. Vera má, að strokkur Mála-Davíðs hafi ekki í upphafi verið Ætlaður til nota árið um kring. Fróðleikskonan Kristín Bjarnadóttir á Heiði á Síðu kenndi mér orðin vetrarstrokkur og sumarstrokkur. Sagði hún, að sum heimili hefðu átt lítinn vetrarstrokk og stóran .sumarstrokk, sem tekinn var í notkun eftir fráfærur, er kýr voru fullgræddar og sauðamjólkin bættist við málsnytina. Man hún eftir vetrarstrokki og sumarstrokki á nágrannaheimili. Vel má vera, að strokkur Mála-Davíðs hafi einmitt verið ætlaður til að strokka í vetrarrjómann. Ekkert er heldur líklegra en hann sé smíðaður af Mála-Davíð. Hann var þekktur smiður og skurðmeistari, og gekk það í arf til Símonar mállausa, sonar hans, föður Kristínar í Gröf í Skaftártungu. Ekki er úr vegi, að enda þennan þátt með því að lýsa smjörgerð í stuttu máli. Fjöldi kannast að sönnu við efnið af sjón og raun, og allvíða verða konur enn að gera smjör í heimahúsum að gömlum hætti og vana, en deyjandi verkmenning er þetta eigi að síður. Smjörgerð var á sumrum sjálfsagður þáttur í málaverkum kvenna, þar sem eitt verkið rak annað. Farið var brátt að búa í strokkinn, þegar búið var að renna trogum og byttum. Strokkvatnið var hitað og strokkurinn laugaður úr því, svo hann varð ylvolgur að innan. Þá var rjóminn síaður í strokkinn um síu, sem ýmist var ,gerð úr saumtagi (melrótum) eða votasefi (Ætli nokkur muni eftir henni?). Vír- eða strásigti, útlend, komu í notkun fyrir síðustu alda- mót. Að þessu búnu voru strokkbullan og strokklokið sett á sinn 72 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.