Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 12
Var Sæmundur mjög hætt kominn. Hann var orðinn allroskinn og
nokkuð þungur á sér. Hann var sá eini af þeim félögum, sem var
í skinnbrók. Halda sumir, að brókin hafi létt Sæmundi að halda
sér uppi. Kann svo að hafa verið í fyrstu, en hætt er við að sjór
hafi fljótlega runnið í brókina og hún þá þyngt hann fremur en
hitt.
Sennilega hefur Gesti verið bjargað mjög fljótlega upp í bát
Guðjóns, og í sama bili og hann var dreginn upp í bátinn, skýtur
Pétri upp. En einhverra orsaka vegna náðist þó ekki í hann, og
sökk hann aftur. Brátt skaut honum uþp í þriðja sinn og nú við
borðstokkinn á skipi Guðjóns í Hallgeirsey.
í einu vetfangi er Guðjón, bróðir Péturs, kominn ofan úr „Magn-
hild“ niður í bátinn. Halda sumir að hann hafi kastað sér niður á
mastur dráttarbátsins, rcnnt sér niður eftir því og síðan stokkið
í uppskipunarbátinn. Kom hann þar að, er menn voru að reyna
að ná Pétri upp í skipið og segir við þá: „Farið þið frá.“ Greip
Guðjón sitt í hvora öxl Péturs og svipti honum innfyrir borðstokk-
inn. Var Guðjón afburða karlmenni og snarráður. En Pétri hafði
mcð einhverjum hætti tekizt að ná taki á dráttartauginni (?) og
hélt þar því dauðataki, sem Guðjóni gekk erfiðlega að losa.
Þá cr Pétur var kominn upp .í bátinn, var hann strax lagður á
grúfu, og rann mikill sjór upp úr honum. Þá er í land var komið,
var undinn bráður bugur að því að hjálpa hinum sjóhröktu mönn-
um. Var Pétur borinn upp á kamp meðvitundarlaus. Meðal þeirra,
sem báru Pctur, voru þeir Guðjón bróðir hans og Björgvin bóndi
á Bólstað.
Er Pétur hafði verið borinn um 30 metra upp í sandlnn, sagði
Guðjón bróðir hans ákveðinni röddu: „Hér verður einhver að taka
við.“ Hafði hann varla sleppt orðinu, er hann fékk áköf uppköst,
rann upp úr honum mikill sjór.
Uppi á kampi var Pétur lagður í sandinn og var þá enn með-
vitundarlaus. Um svipað leyti komu þeir upp í sandinn, Sæmundur
á Lágafelli og Ágúst Pálsson.
rÞarna voru fyrir í sandinum þeir Ágúst Einarsson kaupfélags-
stjóri og Gunnar Vigfússon bókari, sem stjórnuðu vinnunni. Ákváðu
þeir að flytja þá Sæmund og Pétur upp að Hallgeirseyjarhjáleigu.
10
Goðasteinn