Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 12

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 12
Var Sæmundur mjög hætt kominn. Hann var orðinn allroskinn og nokkuð þungur á sér. Hann var sá eini af þeim félögum, sem var í skinnbrók. Halda sumir, að brókin hafi létt Sæmundi að halda sér uppi. Kann svo að hafa verið í fyrstu, en hætt er við að sjór hafi fljótlega runnið í brókina og hún þá þyngt hann fremur en hitt. Sennilega hefur Gesti verið bjargað mjög fljótlega upp í bát Guðjóns, og í sama bili og hann var dreginn upp í bátinn, skýtur Pétri upp. En einhverra orsaka vegna náðist þó ekki í hann, og sökk hann aftur. Brátt skaut honum uþp í þriðja sinn og nú við borðstokkinn á skipi Guðjóns í Hallgeirsey. í einu vetfangi er Guðjón, bróðir Péturs, kominn ofan úr „Magn- hild“ niður í bátinn. Halda sumir að hann hafi kastað sér niður á mastur dráttarbátsins, rcnnt sér niður eftir því og síðan stokkið í uppskipunarbátinn. Kom hann þar að, er menn voru að reyna að ná Pétri upp í skipið og segir við þá: „Farið þið frá.“ Greip Guðjón sitt í hvora öxl Péturs og svipti honum innfyrir borðstokk- inn. Var Guðjón afburða karlmenni og snarráður. En Pétri hafði mcð einhverjum hætti tekizt að ná taki á dráttartauginni (?) og hélt þar því dauðataki, sem Guðjóni gekk erfiðlega að losa. Þá cr Pétur var kominn upp .í bátinn, var hann strax lagður á grúfu, og rann mikill sjór upp úr honum. Þá er í land var komið, var undinn bráður bugur að því að hjálpa hinum sjóhröktu mönn- um. Var Pétur borinn upp á kamp meðvitundarlaus. Meðal þeirra, sem báru Pctur, voru þeir Guðjón bróðir hans og Björgvin bóndi á Bólstað. Er Pétur hafði verið borinn um 30 metra upp í sandlnn, sagði Guðjón bróðir hans ákveðinni röddu: „Hér verður einhver að taka við.“ Hafði hann varla sleppt orðinu, er hann fékk áköf uppköst, rann upp úr honum mikill sjór. Uppi á kampi var Pétur lagður í sandinn og var þá enn með- vitundarlaus. Um svipað leyti komu þeir upp í sandinn, Sæmundur á Lágafelli og Ágúst Pálsson. rÞarna voru fyrir í sandinum þeir Ágúst Einarsson kaupfélags- stjóri og Gunnar Vigfússon bókari, sem stjórnuðu vinnunni. Ákváðu þeir að flytja þá Sæmund og Pétur upp að Hallgeirseyjarhjáleigu. 10 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.