Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 67

Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 67
nokkurt komu austansveitamenn í skrínuferð suður á Suðurnes til gistingar í Skarðshlíð. Gerðist Beinteinn þá forsprakki þess, að þeir strákarnir stálu einni verskrínunni og földu í hellisskúta eða klcttasmugu skammt frá bænum. Ferðamennirnir söknuðu skrín- unnar um morguninn, en afbæjarmönnum var eignaður stuldurinn og strákarnir höfðu sinn feng í friði. Skutust þeir í skrínuna í rökkrum og fengu sér smjör og smálka í aukagetu, meðan entist. Skrínuna átti sonur Guðrúnar í Króki í Meðallandi. Gísli afi minn mundi Guðrúnu vel. Hafði hann komið á heimili hennar oft- ar en einu sinni og sagði, að hún hefði gengið í útiverkum eins og karlmaður, búin sauðsvartri prjónabrók, sauðsvartri peysu og með skýlu á höfði. Hún var skapmikil og langrækin. Þung var hún á bárunni, er hún frétti um skrínustuldinn, og sagði, að hún skyldi hitta þann helvítis óþverra, sem þar hefði verið að verki, þegar hún væri dauð, ef ekki næðist í hann fyrr. Nú liðu tímar fram, Beinteinn varð fulltíða maður og gerðist vel verki farinn. Hann settist að suður í Krísuvíkurhverfi og fékkst oft við smíðar milli vertíða. Einu sinni var hann að smíða í sjóbúð í hinni gömlu verstöð að Selatöngum og hafði lokað að sér. Síðar fréttist, að einmitt á þeirri stundu var Guðrún gamla í Króki að taka andvörpin. Og hún lét ekki lengi standa á því að efna heit sitt. Allt í einu sá Beinteinn, að gömul kona, búin prjónafötum og með skýlu á höfði, var komin inn í búðina til hans, og fyrr en varði hafði hún stokkið upp á bak honum, lagt hendur fram um háls honum og hert að, svo honum hélt við köfnun. Beinteinn átti óhægt um vik, en honum tókst þó að ná í hlaðna byssu, sem var í búðinni, og með henni skaut hann lok- una frá dyrunum, svo búðin opnaðist. Komst hann þá til manna og losnaði í bili við þennan ófögnuð. En Guðrún gamla hélt áfram að finna hann í fjöru, hvenær sem færi gafst. Einkum sætti hún lagi, þegar Bcinteinn var kenndur. Hljóp hún þá jafnan upp á herðar honum og reyndi að kyrkja hann, svo Beinteinn varð að hrópa á hjálp. Þórunn móðir mín átti einu sinni heima hjá Sveini á Læk í Krísu- víkurhverfi. Þá var Beinteinn enn í hverfinu. Varð móðir mín oftar en einu sinni vitni að því, að Beinteinn hrópaði til manna: „Kom- Goðasteinn 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.