Goðasteinn - 01.09.1967, Side 76

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 76
fyrir að taka af strokknum. Konan þvoði sér vandlega um hendur og hafði smjörfjöl sína nærtæka. Tók hún bulluna svo upp úr strokknum, sló henni snöggvast við strokkbarminn, svo smjör, er loddi við bulluhausinn, hrökk ofan í strokkinn. Bulluna setti hún svo til hliðar upp að vegg og lét þá skaftið vísa niður. Þessu næst seildist hún ofan í strokkinn, greip smjörið, kreisti úr því áf- irnar á leiðinni upp og setti það síðan á smjörfjölina. Gekk svo unz áfirnar einar voru eftir í strokknum. Barn, sem að kom, meðan á þessu stóð, fékk máske eina klípu upp í sig til hnossgætis. Nú var smjörið tekið saman á smjörfjölinni, sem um leið var hallað ofan að strokknum og áfirnar enn kreistar úr því ofan í strokkinn. Algengt var á seinni árum, að konur settu smjörið ofan í vatn, er þær tóku af strokknum; áfirnar gengu þá betur úr því og síð- ur hætta á, að það súrnaði, sem taldist galli, er kom fram á þessa öld, enda salt komið þá til sögunnar. Smjörið var formað í sköku á smjörfjölinni. Nefndist verkið að skella eða slá skökuna. Sumsstaðar var það nefnt að damla. Lítil smjörskaka var nefnd damla. Mjög lítil skaka var nefnd skökubrýni. Smjörskökur voru slegnar aflangar og mjókkuðu oftast aðeins til endanna. Stundum slógu konur skökuna á strokklokinu. Kom þá kringlóttur hnúður á hana eftir bullugatið. Fram á þessa öld hefur það haldizt í sumum byggðarlögum, að konur mörkuðu skákross ofan á skökuna, horna á milli, gamalt ráð til að sýna að smjörið væri ekki tilberasmjör. Skakan var látin standa á smjörfjölinni nokkra stund, eftir að búið var að slá hana, og oft var smjörfjölin notuð sem skerborð, er konur skáru af skökunni til viðbits. Bera gamlar smjörfjalir merki eftir þann skurð. Varla er rétt að skilja svo við þetta mál, að ekki sé aðeins minnzt á áfirnar. Þær þóttu hinn bezti þorstadrykkur, eins og fram kem- ur í spakmæli álfkonunnar: „Strokkvolgar áfir svala manninum bezt.“ Algengt var að fara með áfaask eða áfaskjólu út á tún til s'áttumanna, er búið var að skaka morgunstrokkinn. Áfir voru ann- ars notaðar saman við undanrennuna til skyrgerðar. Á vetrum voru þær oft settar í kálfsdrukkinn. Fyrir kom, að áfir voru strokkaðar 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.