Goðasteinn - 01.09.1967, Page 64

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 64
byrjaðar að raka, þegar við veittum því eftirtekt, að tveir sót- rauðir reiðingshestar stóðu uppi á annarri Upptakatorfunni, og er við gættum nánar að, sáum við þrjá menn þar að verki við að taka saman hey og binda það í bagga. Þetta þótti okkur undarlegt, viss- um ekki til, að búið væri að slá torfurnar en datt þó í hug, að einhver nábúi hefði fengið þar slægju og slegið án þess við vissum. Bráðlega varð okkur þó hugsað til þess, að ófært var með hesta upp á torfurnar, og um leið vissum við, að þetta var eitthvað, sem erfitt var að skilja eða skýra. Við horfðum góða stund á heyverk þessara ókunnu manna og á hesta þeirra, sem stóðu samanbundnir á torfunni, litum jafnvel af þeim og á þá aftur án þess að nokkuð breyttist, en þar kom, að allt hvarf okkur, og torfurnar stóðu auðar eins og áður. Þetta er eitt af því, sem ég hef alltaf átt erfitt með að skýra sem cintóma ímyndun, því þarna vorum við báðar systurnar til frá- sagnar. Skráð eftir frú Þorgerði Erlingsdóttur í Sólheimakoti í Mýrdal. II. Sagan um Svetlu Mamma sagði mér söguna um Svetlu. Mamma ólst upp í Stein- um undir Eyjafjöllum með konu, sem hét Helga Hjörleifsdóttir. Ættfólk Helgu, sem bjó í Steinum, hafði átt kú sem hét Svetla, og frá því var saga hennar komin. Svetla hafði verið mikil gæðaskepna. Auk hennar átti bóndinn eina kvígu. Þá um sumarið heyjaðist svo illa, og um haustið kom það til tals hjá húsbændunum, að það verði bara að lóga henni Svetlu, því hún sé langtum þyngri á fóðrunum. Húsmóðirin hafði oft látið mjólk til konu, sem hún taldi, að væri vinkona sín úr öðrum heimi, lét hana einhvers staðar fram í bænum, þar sem hennar var alltaf vitjað. Nú dreymir hana, þegar átti að fara að 62 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.