Goðasteinn - 01.06.1985, Page 8
fyrsta og seinasta og þá er ekki minna gaman að heyra hvað þú
hefur mælt fyrir skál þegar að mér kom. Enn fyrst þú þykist hafa
fullt í fangi að mæta okkur þremur, vil ég ráðleggja þér að afleggja
hinn gamla manninn, nefnilega mig.”
Meira verður ekki ráðið í efnið. Bréfberinn Árni er sennilega
Árni Þórarinsson í Hofi í Öræfum, afi Sigfúsar Johnsen.
Handritið Lbs. 2480, 8vo, er ljóðahandrit skrifað af Jóni i
Steinum árið 1860—1864 og heitir ,,Lítið Ljóðmælasafn.” Þarna
eru varðveitt mörg ljóð Jódísar og Margrétar systur hennar og
hefur Jón einnig skipst á ljóðabréfum við Margréti. Eftir Margréti
liggur lítið prentað ljóðakver, fágæti mikið nú til dags. Systir þeirra
Jódísar og Margrétar var Oddný sagnakona í Gerði í Suðursveit og
hafa þeir bræður Steinþór og Þórbergur Þórðarsynir tryggt henni
líf til komandi tíða.
í Lbs. 2480, 8vo, er lofvísa til Einars hreppstjóra á Ysta-Skála
og hefur Jón án efa notið góðs af bókasafni hans. Vísan er á þessa
leið:
Mærðar snillingur mesti,
mörgum lærðari jafn,
fjölviðs af firðum besti
fær höndlað bókasafn.
Lágt fer hans hróðra hljómur,
hvirfils ei líkt við byl.
Ljóðvandra dynur dómur:
„Dásnoturt kvæðaspil.”
Sjálfhælnis bystur bylur
beljar ei góms af tind.
Dulmæli skilvís skilur
skollvalds úr tærri lind.
Viskufjalls klöpp upp keppir,
kemst meir en til er von.
Sannmæli hver hér hreppir
hann Einar Sighvatsson.
Séra Björn Þorvaldsson flutti frá Stafafelli í Lóni að Holti undir
Eyjafjöllum 1862. Handritið Lbs. 2480, 8vo sýnir að Jón hefur
6
Goðasteinn