Goðasteinn - 01.06.1985, Page 10

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 10
skráður húsráðandi næsta ár. Með honum eru í heimili faðir hans og systir og vinnukona, Rannveig Jónsdóttir, fædd 18. mars 1842, dóttir Jóns Tómassonar bónda á Uppsölum í Hvolhreppi og konu hans Rannveigar Þorvaldsdóttur. Saman dró með Jóni og Rannveigu og 1874 eru þau orðin hjón og 12. nóvember það ár eignast þau dóttur sem skírð var Sesselja. Þau voru þá til heimilis i Steinsholti í Reykjavíkursókn. Það er nokkuð ljóst að Jón hefur á þessum árum einhverjar tekjur af því að skrifa ættartölur, sem enn hittast á stöku stað hjá einstaklingum, auk þess sem hafnað hefur í söfnum. í ársbyrjun 1877 búa þau hjón á Bergi í Reykjavík og Rannveig er kominn langt á leið að öðru barni sínu. Þá skeður það að Jón leggur leið sína til Hafnarfjarðar og verður ekki séð hvort það er 15. eða 17. janúar. Kaldur vetur var á. Þeim einum sögum fer af f'erðinni, að Jón skilar sér hvergi til húsa að kvöldi. Bylur hefur hulið spor lians og leg örmagna, fótlama ferðamanns. Vafalaust hefur leit verið gerð en án árangurs. Matthías Jochumsson skáld greinir frá ævilokum fræði- mannsins frá Steinum í Þjóðólfi: ,,15. janúar varð maður úti í útsynningshríð hér á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Hann hét Jón Sigurðsson (frá Rauðará), fátækur maður en furðu lesinn og fróður.” Ekki fer á milli mála um það að Matthías skáld hefur komist í færi við fróðleik Jóns og án fræðaiðjunnar myndi nú að fullu fennt í spor ferðamannsins. Jón Borgfirðingur hélt dagbækur um tugi ára, nú varðveittar í Landsbókasafni. I yfirliti janúarmánaðar 1877 skrifar hann: ,,í út- synningshríð varð úti þann 17. Jón Jónsson (svo) skammt frá Kópavogslæk. Hann bjó í tómthúsi í Reykjavík, ungur að aldri, ættaður fráSteinum undir Eyjafjöllum, bókfróður, hagmæltur og lagði stund á ættfræði.” (ÍB. 545, 8vo). Tíminn líður. Ekkjan, Rannveig á Bergi, eignast son 20. febrúar og beint liggur við að gefa honum nafn föðurins, sem liggur nár undir fönn. Innan tíðar leysir svo snjóinn af líki Jóns Sigurðssonar. Prestsþjónustubók Reykjavíkur greinir við 15. mars, að grafinn sé Jón Sigurðsson, giftur húsmaður á Bergi. ,,Varð úti milli Reykjavíkur og Hafnafjarðar. Fannst nálægt Kópavogslæk.” Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.