Goðasteinn - 01.06.1985, Side 16

Goðasteinn - 01.06.1985, Side 16
saman en komst ekki nema með nokkuð að framan því ég fékk ekki að halda því. Þessar bækur tók ég til mín so þær skyldu ekki glatast. Þær mega fást fyrir bækur prentaðar — eins og allar sem hann á af þessum gömlu skruddum — með því móti að ég annist um sölu á þeim svo hann fái sitt. Ég bað hann um að segja mér hvað þær ættu að kosta en hann vissi ekki sjálfur hvað hann vildi. Því þori ég ekki að selja þær minna en tvö mörk. Þær bækur sem ég vil fá og ég held best gangi út eru ekki þær merkilegustu heldur þær sögulegustu, það er að segja annað hvort stórfengar sögur eða rímur svo sem Andrarímur, Reimarsrímur og hitt og þetta. Samt bannaði hann mér að senda þær fyrr en hinar kæmu. Hann á líka æfisögur og ræður eptir nokkra biskupa prentaðar á Hólum. Mig minnir það séu Þorláks biskups, Jóns Teitssonar, annars minnirmig þærværu fjórar. Viti ég vissa ferð suður þá bið ég þann, sem færi, að hitta yður og færa mér þrátt nefndar bækur. Eina bók á ég, merkilega í sinni röð, sem ég keypti undan rotnun og rifrildi. Það er kvæðabók sál. lögmannsins Eggerts Ólafssonar rituð af fóstbróður hans Bjarna landlækni Pálssyni, eptir því sem stóð á titilblaðs rifrildinu. Hún barst hingað frá dóttur Sveins Pálssonar. Það vantar fáein blöð í hana sem týndust áður en ég keypti hana. Mér finnst hún sé ein af þeirri sort sem Stiptsbóka- safnið girnist, enda gildir mig einu þó ég láti hana fengi ég nokkuð merkilegt kver í staðinn, svosem æfisögu Jóns Eiríkssonar, því æfisögur og ættartölur eru það sem mér þykir einna mest gaman og fróðleikur í og þarnæst fornsögur, helst íslendingasögur. Hvað því viðvíkur, að ég fái sögu Gísla Súrssonar fyrir safn mitt, þá er því svo varið að ég á Gíslasögu af gömlu útgáfunni, enda finnst mér ekkert liggja á, en ferð á ég hægt með að fá á lestunum, því Stefán frændi minn í Kerlingardal fer suður á hverju ári og kemur ávallt í Reykjavík til Jóns Guðmundssonar og til Guðríðar systur Bjarna Thorsteinssonar. Svo og þykir mér líkast, ef ég mögulega get, að ég fari sjálfur suður að finna læknarana ef þeir kynnu eitthvað að geta stutt að betrun heilsuveiki minnar. Það hindrar mig mest þar frá að ég, fátæktar vegna, hefi ekki að öllum likindum svo mikið sem einn skilding, en verði (það svo) að ég komi 14 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.