Goðasteinn - 01.06.1985, Page 25

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 25
orustum milli manna eða manna og trölla og finnst mér af sömu rótum sprottnir sem karlasögur í þjóðsögunum og ætti með réttu sæti sér í flokki á eptir þeim. Dálítið er komið af gátum líka, flestar í ljóðum eða þá þulum. Gaman þæti mér að heyra hvaða dóm þér leggið á þessa barndómslega rælni mína. Að lyktum treysti ég yður til að nefna við Jónsen í Ensku höndlaninni hvort hann ekki vill taka mig í vor um kauptíðina til smávegis innanbúðar afhendinga gegn sannsýnni þóknun. Þér eigið svo hægt að nefna það við hann ef að þér eruð þar sem þér voruð. Það er líka velgjörandi fyrir hann þar ég er að smáota undir nábúa mína að fara suður og höndla við hann. Taka þeir því ekki fjærri og ég er viss um lofaði hann þeim borgun nokkurri fyrir ferðina mundu margir snúa sér að því að svo hver lokka annan. Sé honum það meira í mun má hann láta mig vita það, einkum geri hann mína bón. Þetta treysti ég yður til að nefna við hann og beiddi líka drengina frá Holti sem eru í skólanum að nefna þetta við yður hvernig það gengur, svo þér þurfið þá ekki að stautast við að skrifa mér það aptur, því ég treysti þeim til að gjöra það, ef að þér sendið mér ekki miða annarsvegar, sem ég þó óska eptir, uppá bækurnar, því kæmi það að mér að koma suður í vor, þá kem ég með það af þeim sem þér bendið á, svo framt ég væri búinn að fá vitneskju um það hvað þér girntust og hvað ég kynni að geta. Til er bótin í Varmahlíð af altarisklæðinu á Hvalsnesi. Hún mun ekki, vænti ég, eiga sæti með fornaldar leifum en víst er um það, bendingu gefur hún um gamla búnað kirkrtanna. Sagt er mér að til muni brot af hringnum sem sagan segir tekinn hafi verið úr „Þrasakistu” í rusli hjá síra Kjartani. Síra Þorsteinn Einarsson ætlaði að steypa úr honum en gat ekki. Ég held ég geti annars engu safnað af fornaldar leifum og er þó víst að vita mig brestur ekki viljann. Mál mun að enda rollu þessa. Yðar einlægur velunnari. Jón Sigurðsson. 4/2 ’65 Ljóðabók Eggerts Ólafssonar fékk ég hjá dreng einum sem búið var að fá hana til að leika sér að. Var hann að troða henni ofan í stokk og gefa börnum blöð úr henni. Keypti ég hana svo af honum fyrir kver með vísum, smásögum og ljóðabréfum. Var mér nokkur Goðasteinn 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.