Goðasteinn - 01.06.1985, Qupperneq 26
eptirsjá aö sumu. Drengurinn er Einar Einarsson, Einarssonar
gamla í Kerlingardal. Bókina gaf honum móðursystir hans Guðrún
Sveinsdóttir læknis Pálssonar í Vík. Sveinn hefir sjálfsagt eignast
hana með Þórunni konu sinni, Bjarnadóttir landlæknis. Það ætlaði
ég að Bjarni hefði skrifað bókina, því hún er auðsjáanlega af
lærðum manni skrifuð, víða stælt eptir skinnbókar ritum, og var
það fám einum ólærðum mönnum ætlandi að skrifa bókina jafn
greinilega. Það styrkti mig í þeirri trú að á titilblaðsgeiranum, sem
var rúnrlega þverhönd á stærð, stóð: „Skrifað af Landphicicus B.
Poulsen” og latínsk orð hjá en biaðgeirinn týndist. Það sem á
blaðinu var skrifað með hrikalegri hönd, nokkuð opinni, líkt og er
á formálanum.
Ekki get ég skilið nokkuð sé eptir hjá Guðrúnu Sveinsdóttir úr
ljóðabókinni en eitthvað kynni að flækjast þar af öðrum skræðum.
Ekkert glataðist eptir það til mín kom nema Mánamál. Þau voru
tvenn í bókinni, önnur ritin í dálkum eptir lengd vísuorða en hin
erindin í bendu. Eyddi ég þeim í grandaleysi þar mér þóktu
óþarfleg. En það sem hún er rangt innfest er mér að kenna og gáleysi
mínu. Verð ég að bera í bætifláka fyrir mig með því að skruddan
var öll sundurlaus og fékk ég ekki tínt sum blöðin saman frá hinurn
börnunum fyrr en seinna, svo var um Helblindu og Hnattarkvæði.
Hver skrifað hefir á spatsíurnar kann ég ekki að vita, samt má sjá
að sá hefir lærður verið og ætlaði fyrst Svein Pálsson en seinna hefi
ég séð bréf með fljótaskrift hans og er það allólíkt, ekki allsólíkt
neðanmálsgreinum í bókinni, nema hvað hann hefir verið orðinn
skjálfhendur þegar bréfið ritaði. Annars sýnist mér líkast bókin
hafi komist í höndur nokkurra ættmanna Stefáns skálds í Vallanesi,
því sá hefir verið kunnur ljóðmælum hans og verið nokkuð kíminn.
Hafið þér séð hönd Magnúsar í Viðey eða margra þeirra frænda,
svo sem Ólafs amtnranns? Þó að ég haldi Bjarni Pálsson hafi
skrifað bókina, eptir greindum ástæðum, þá er þó annar maður til
ekki allsólíkur þar til, nefnilega Síra Björn Halldórsson mágur
Eggerts, því víst hefir ritarinn haft fyrir sér eiginhandarrit
lögmannsins. Annars er ókostur að fá vissu um bókina nema bréf
fyndust með sömu hendi og bókin.
Ekki fór sem skyldi um Lækningabók Jóns Guðmundssonar, því
24
Goðasteinn