Goðasteinn - 01.06.1985, Page 27
þegar ég fór á vit við hana í vor, var búið að rífa af henni fremsta
blaðið og nokkuð meira. Hefi ég ekki enn athugað hvað mikið
vantar. Bókin er öll ritin eptir stafrófsröð. Víst ætla ég hún sé eptir
Jón, því margt í henni er í þá átt ritið er til hjátrúar heyrir, svo sem
um svarfan kaftarhaus brennandi á hellu fyrir norðan garð, um
kvikasilfurs dyggðir og ódyggðir, margt fleira. Þar er margt og
mikið ágætt og velvirðandi og vert að brúka og sumt vísindalegt og
sýnir að meðurinn hefir verið fjölfróður og sýnir að hann hefir
þekkt mörg útlend rit, mest er þar samt um náttúrunöfn og brunna
og margt þesskyns. Það þykir opt hafa orðið skinnbókunum að
tjóni að komast í hendur bókbindurum en þessari varð að tjóni að
komast í hönd blóðfökumanns sem reif hana í kompressur.
19. Himins vegur, en Vernir öðru nafni, er til, útlagður af síra
Guðmundi Högnasyni í Vestmannaeyjum. Ekki man ég hvenær
hann er gefinn út. Hann væri máske falur. 20. Til er Iíka Vísnabókin
gamla (önnur útgáfa), einnig (21.) Vísnabókin litla, fyrri útgáfa.
Ekki þarf ég að nefna sem sjaldgæfa (22) Gerarði hugvekjur né (23.)
Pontopídans spurningar. Ekki veit ég nema framan við hann vanti.
Því nefni ég þessar bækur að þér vitið hvað hér er til. Get ég svo
leitast eptir hvað fáanlegt væri af þvi þér girnist. Ekkert gefur þó
ég nefni svona á stangli eptir því sem ég man í það og það skiptið
eða mín þjáða, alltaf sængurliggjandi góða móðir, þá stund sem af
henni bráir. Hún varð mjög veik í vor um það leiti ég var fyrir
sunnan, gat aldrei á verki tekið í sumar en hefir einlægt legið síðan
um jól.
Þaö var ekki ofhröpum gjört að óska mér gleðilegs nýárs í bréfi
yðar (blanda má gamni svona innanum) því ég man ekki mér hafi
nokkur dagur verið eins óþreyjusamur sem seinasti nýársdagur, en
hvernig sá næsti verður veit Guð.
Nú er annað hvort að gjöra að lresa bréfinu, því ég get yður þyki
það orðið nógu langt og varla ómaks vert að lesa. Fel ég yður svo
Guðs föðurlegri handleiðslu, ástkæri nafni.
Jón Sigurðsson.
Jón Árnason hefur skrifað á bréfið: „8/5 65 svarað, búðarvinna fæst ekki en
heitið lrd af Skft. landvöru sem hann útvegar í þokkabót og eigendum ferða-
kostnaður og ferjutollur;’
Goðasleinn
25