Goðasteinn - 01.06.1985, Page 35

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 35
„Gott var að deyja” Brynjólfur í Mykjunesi og Guðrún í Hvammi í Holtum urðu ásátt um það að hvort þeirra sem fyrr dæi skyldi koma til hins og láta vita um líðan sína, ef leyft væri. Nú dó Brynjólfur og Guðrún varð einskis vísari um nokkurn tíma. Þá skeði það eit.t sinn á slætti að Guðrún var að setja kaffiketilinn yfir eldinn til að hita kvöld- kaffið. Varð hún þá skyndilega líkt og utan sig og gekk til baðstofu og lagðist fyrir. Henni virtist þá Brynjólfur í Mykjunesi koma inn á baðstofugólfið og ganga að rúminu sem hún hvíldi í. Hann laut ofan að henni og sagði: „Gott var að deyja, nú líður mér vel en verst er trúleysi mannanna.” í töluðum orðum gekk hann utan eftir pallinum og hvarf Guðrúnu sem í sömu andrá varð eins og hún átti að sér að vera. Sögn Guðrúnar Jónsdóttur í Hala. „Þú veist ei hvern þú hittir þar” Guðmundur Árnason í Kambi í Holtum fór kynnisferð upp í Hrepp ásamt konu sinni og gamalli konu sem heima átti í Gíslholti. Svo báglega tókst til að gamla konan drukknaði þá af Guðmundi í Þjórsá. Hún hafði verið hölt og gengið við staf. í Gíslholti var piltur að nafni Þorsteinn, nefndur Steini. Hann hafði stundum strítt gömlu konunni, tekið stafinn hennar og hermt eftir fótaburði hennar. Skömmu eftir slysið dreymdi Guðmund í Kambi að gamla konan kom til hans, létt í spori og bar með sér stafinn. Hún rétti Guðmundi stafinn með þessum orðum: „Ég ætla að biðja þig fyrir stafinn minn til hans Steina í Gíslhoiti, ég þarf hans ekki við en hann þarf hans bráðum.” Einhvern næstu daga var Þorsteinn þar við sem verið var að gelda hesta. Hann var að fella einn hestinn og tókst svo óhappalega að hesturinn féll ofan á hann. Þorsteinn lærbrotnaði við fallið. Brotið hafðist illa við og Þorsteinn gekk síðan haltur til æviloka. Sögn Guðrúnar Jónsdóttur i Hala. Þ. T. Goðasteinn 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.