Goðasteinn - 01.06.1985, Page 37

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 37
Þórður Tómasson: Jón krukkur og Krukksspá Frægasta spárit íslenskrar alþýðu var lengi Krukksspá og alþekkt er orðtakið um spámanninn sem hún er við kennd: „Kemur að því er Krukkur spáði.” Krukksspá hefur löngum verið talið verk 17. aldar en þó er uppruni hennar óviss. Dr. Guðbrandur Vigfússon hélt þvi hiklaust fram í formálanum að Þjóðsögum Jóns Árna- sonar, að Krukksspá væri samin af Jóni Guðmundssyni lærða og eiginhandarrit Jóns að spánni varðveitt í Árnasafni í Kaupmanna- höfn, AM. 409a, 4to, þá í gildi frumrits. Nú mun það álit fræði- manna að handritið sé ekki skrifað af Jóni lærða. Dr. Jón Þorkelsson yngri var sömu skoðunar um höfund Krukksspár svo sem sjá má í greinagerð hans fyrir útgáfu hennar i bókinni Þjóðsögur og munnmæli, 1899, bls. 214. Gegnir nokkurri furðu um þetta álit hins iærða manns. Litlar líkur eru fyrir því að Jón lærði sé höfundur þessa einstæða rits íslenskra bókmennta. Það eitt ætti að skera úr málum að svo að segja öll staðfræði Krukksspár er bundin við svæðið milli Markarfljóts og Skeiðarár en ekkert er vitað um dvalir Jóns lærða á því svæði. Vera kann að Krukksspár sé fyrst getið hjá Hallgrími Magnússyni í Kerlingardal í bréfi til séra Jóns Jónssonar í Fellsmúla 8. sept. 1648, en þar segir: „Vil ég nú fá það aftur sem þér mér hétuð sem var þess íslenska spádóm það þó eð fyrsta.” (ísl. fornbréfasafn III, bls. 291). Höfundur Krukksspár er óþekktur maður en ekki er loku fyrir það skotið að hann kunni að koma í leitir þegar menn fara að gefa fullan gaum óprentuðum skjaladyngjum 17. aldar. Ætla má að skráin sé samin af samtímamanni Brynjólfs biskups en þó er ekki loku fyrir það skotið að hún sé verk 16. aldar. Mestar líkur eru fyrir því að höfundur Krukksspár hafi verið skýr Goðasteinn 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.