Goðasteinn - 01.06.1985, Page 57

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 57
Guðjón Jónsson í Hlíð: Um bindindismál Ég ætla mér ekki að halda hér langan bindindisfyrirlestur, því hvorki leyfa það hæfileikar mínir né tíminn. Ætla ég því aðeins stuttlega að víkja máli mínu að áfengisnautninni af minni eigin reynslu, en mun sleppa því að taka dæmi af öðrum og ber þar tvennt til, fyrst það, að mér þykir það ekki eiga rétt vel við og annað það, að ég býst ekki við að ég fengi neitt sérstakt þakklæti fyrir það, að kveða hér upp dóm yfir öðrum. Bæði getur skeð, að mér skeiki þar eitthvað í frásögninni og lái ég það engum þó að hann hafi opið eyra fyrir slíku. En til þess að stýra nú hjá því skeri, skal ég einungis segja af sjálfum mér við hlið Bakkusar, því þá þarf ég ekki að óttast að mér verði á að segja ofmikið þar um. Vel ég þar til mína fyrstu drykkjusögu með dálitlum formála og eftirmála. Heyrið nú til! Þegar ég var svolítill strákhnokki kom það oft fyrir að ég sá drukkinn mann eða konu. Kom mér þá einatt til hugar með sjálfum mér, að svona skyldi ég bara hafa það þegar svolitið tognaði úr mér, þá skyldi ég rolla svaðalegustu rímnaerindi svo hátt sem ég mögulega gæti, þá skyldi ég steyta hnefana og hrista höfuðið framan í náungann og mana hann til hvers hann vildi. Ég hugsaði nefnilega, að ef ég drykki mig fullan, þá gilti einu hvernig — mig Iangar að segja — í helvítinu ég hamaðist. Þessi hugsun, sem ég hér eftir nefni Illfýsni, sagði mér að með þessu kæmist ég sem næst mætti verða, hinum fornu hetjum og bardagamönnum. Goðasteinn 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.