Goðasteinn - 01.06.1985, Page 62

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 62
Jón Á. Gissurarson: Kötlugos 1918 Að undanförnu hefur Goðasteinn birt frásagnir þeirra af Kötlugosi 1918 sem sjálfir sáu þessar náttúruhamfarir. Að vonum fækkar þeim heimildamönnum nú orðið, en feng teldi ég að fá fleiri af þessu tagi, birtar sem víðast að. Ég var þá tólf ára drengur í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Skal nú í fáum orðum lýst hvernig þessi viðburður geymist mér i minni. Þann 12. október 1918 var ég einn míns liðs að reyna klífa upp í syliu vestur í Hamri. Ég hafði lengi haft í huga að drýgja þessa dáð, enda mikið kapp að geta tilkynnt öðrum unnin afrek. Hamraveggur er þarna nærri, lóðréttur, tá- og handfesti ágæt og bergið fast. Ég hafði klifið nokkrar lengdir mínar, teygði hægri hönd tii nibbu ofar, þá tók bjargið að bifast. Ég Iét staðar numið og hélt mér sem fastast uns um hægðist, enda örskamma hríð að bíða. Mér varð ljóst að kominn væri jarðskjálfti, þó miklu vægari en 1912, sem ég mundi vel. Ég fetaði mig niður. Síðdegis tóku að heyrast miklar drunur, áþekkar þrumum í fjarska. Innan skamms hvirflaðist mikill strókur í loft upp. Bar hann við himin yfir Drangshlíðarfjall bak við Núpinn, i fyrstu ljósan en dökknaði er frá leið. Innan skamms tóku eldblossar að hríslast upp eftir þessum strók. Faðir minn sagði Kötlu tekna að gjósa. Hann gekk ásamt ísleifi bróður mínum suður á Rof til þess að fá sýn til Mýrdalsjökuls. Af einhverjum ástæðum slóst ég ekki í för með þeim og harma það ætíð. Litlar breytingar urðu uns menn gengu til náða. Sunnudaginn þann 13. tóku jökulhrannir að berast vestur með landi. Sáust þær skýrt berum augum heiman af stétt. Inn á milli voru dökkar þústir. Magnús Kristjánsson, bóndi í Vesturbænum, 60 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.