Goðasteinn - 01.06.1985, Page 63

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 63
gat þess til að þar færu hús Víkurbúa. Svo reyndist ekki, heldur jakar borist sandi orpnir frá Hjörleifshöfða vestur á móts við Drangshlíð. Þegar á dag leið kulaði á austan með svo miklu öskufalli að niðadimmt varð um miðjan dag. Móðir min hrósaði happi að allir skyldu vera heima því að enginn myndi halda áttum í slíku niðamyrkri og öskubyl. Kindur heyrðust jarma í námunda. Þær hafa að líkindum tekið að rása, enda gengu nokkrar fyrir björg þar sem aldrei hafði hrapað endranær. Hróp tóku að berast sunnan af vegi. Þarna reyndust Miðbælingar á leið úr kaupstað, sögðust hafa tekið ofan af hestum og yrðu að láta fyrir berast. Faðir minn tók sér lukt í hönd og fékk Magnús Kristjánsson sér til fylgdar þeim íil bjargar. Ekki treystust þeir að ganga götuna niður að Drang. þótt styttri væri samkvæmt hrópum hinna, heldur fetuðu sig fram traðir og svo vestur með túngirðingu. Skömmu síðar birtust allir heilir á húfi. Enn stendur hann Ingvar Ingvarsson á Bökkunum mér Ijós- lifandi fyrir sjónum, biksvartur sem negri. Honum varð að orði: „Þetta er nú réttnefndur öskubylurl’ Mánudaginn þann 14. hafði hríðinni slotað. Hún hlýtur að hafa staðið alllengi því að svart var yfir að líta. Hross og sauðfé höfðu ekki verið tekin á gjöf. Virtist lítil von.um hagbeit en úr rættist. Aska fauk af hæðum og barst í dyngjur í lægðir og í skjóli við kletta og garða. Túngarðar urðu sem ávalar þústir. Siðan rigndi. Ef vind hreyfði í þurru næstu ár byrgði mistur sýn og sólu. Goðasteinn 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.