Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 64
Flosi Björnsson, Kvískerjum:
Nokkrar ábendingar
í sambandi við grein Skarphéðins Gíslasonar: Björgun vélbáts af
Fossfjöru 1920. Goðasteinn 10. árg. 1971, 2. h. bls. 17—21.
Líklega hafa það verið um það bil síðustu forvöð að fá svo
greinargóða frásögn af bátsbjörgun þessari og hinum fáheyrðu
sögulegu atvikum í því sambandi og góðu heilli því ekki horfin með
öllu í gleymskunnar djúp. Efni hennar verður ekki rakið hér, aðeins
vísað til hennar.
Athygli skal þó vakin á því, að í einu atriði frásögunnar má bæta
um betur, að því leyti að Skarphéðinn hefur misminnt um erindi
bátsins er hann lagði frá strandstað togarans eða hvert för hans var
heitið er báturinn lenti í hvassvirðinu, og skal vikið að því.
Einn þeirra sem keyptu togarann (Clyne Castle) var Gissur
Filippusson, en allir unnu þeir fram eftir sumri við togarann, ásamt
fleiri mönnum er þeir höfðu í vinnu. Gissur átti dót nokkurt úr
strönduðu skipi utan Skeiðarársands. Fékk hann bátinn íánaðan
hjá Valdóri til að sækja dót þetta, sem mun hafa verið geymt á
fjörunni. Varð hann því þriðji maðurinn á bátnum í ferð þessari, (en
sjálfur var Valdór ekki með).
Þeim gekk vel út eftir, þangað sem ferðinni var heitið og Gissur
kornst þar í land á bátkænu. En er hann var nýkominn í land, tók
að hvessa, að mig minnir af norðri eða norðaustan, eða svo mun
hafa verið i fyrstu, og færðist veðrið fljótt í aukana svo að ófært
varð með öllu að koma dóti þessu um borð og Gissur sjálfur komst
ekki heldur. Mun síðan hafa orðið mjög hvasst er á leið og Jenný
víst farið að reka í töluverðri ágjöf.
62
Goðasteinn