Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 71

Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 71
Skálholti. Það var svo þungt að vart eða ekki gat nokkur höggvið með því nema þrjú högg í senn þá er klaka skyldi höggva og var þó mælt að búið væri að taka neðan af því þrisvar sinnum. Hvoru- tveggi þessir gripir voru gefnir Skálholtskirkju af Bárði úr Bláfelli, sem nefndur er í Ármannssögu, fyrir kirkjuleg í Skálhoiti, en mönnum þeim er flyttu sig í kirkjuna gaf hann það sem í katlinum væri. En er það var aðgætt virðtist það laufblöð ein er einskis verð sýndust. Ei að síður tók einn maðurinn nokkuð af þeim í vettlinga sína en hinu var steypt niður úr katlinum. En er út kom úr hellinum voru laufblöðin orðin að gullpeningum. Vildu þeir þá snúa aptur í hellinn en þá fundu þeir hvergi dyrnar og hlutu þeir frá að hverfa við svo búið. Það er mælt að til hafi verið saga af Bárði Bláfelling, sem nú er glötuð, en þá sögu hafði Eyvindur heyrt að eitt sinn hefði Bárður farið suður á Eyrar og keypt þar þrjár tunnur af korni og borið heim til sín og hvíldi hann sig á þremur bæjum en meðan hann stóð við pjakkaði hann holur með staf sínum í klappir á hverjum bæ... skál tunnu og voru þær óbreyttar þá er Eyvindur var eystra og brúkaðar til að geyma í sýru á sumrum. Þórður hefir gleymt bæanöfnunum er Eyvindur hafði þó tilgreint. Sunnan og austan undir Sauðafelli í Dölum er kelda ein sem Glæsikelda er kölluð. í henni eru þrír pyttir kver upp undan öðrum en í efsta pyttinum á að vera gullkista en ekki vita menn kver hana hefir þar niðurlátið. Eitt sinn fóru tveir menn að grafa upp kistuna og gátu komið reipi í hring er var í gaflinum. Fór þá annar ofan undir kistuna og höfðu þeir hana á lopt. Sagði þá sá er uppi var: „Nú höfum við hana ef Guð vill” Þá sagði hinn: „Hún skal upp hvort Guð vill eða ekki” En í því losnaði hringurinn úr kistunni og fór hún niður aptur ofaná þann er niðri var og fórst hann þar. Hringurinn er síðan í kirkjuhurð á Sauðafelli og er á honum letur sem enginn getur lesið. Lbs. 1824, 4to. Handritið með þessum sögnum Þórðar Eyvindarsonar mun skrifað af Jóni Guðmundssyni í Hólabæ í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Aftan við það liggur löng ritgerð skrifuð af Jóni 1871 og er fyrirsögnin: „Nokkrar skýringar um Landnámsjarðir og ýms örnefni í austanverðu Húnavatnsþingi eptir Landnámu og öðrum fornsögum.” Handritið er nokkuð skert af feyru. Goðasteinn 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.