Goðasteinn - 01.06.1985, Page 75
hefur verið mikilvirkur látúnssmiður því mikið af ósmíðuðu látúni
var skrifað upp í dánarbúi hans. Benda má á skyld atriði í
skreytingu reiðans og í útskurði brennivínshorns frá Ólafi í
Seglbúðum, sem raunar sannar ekki neitt því þetta er Iist af sama
toga og sjá má í verkum hundraða íslendinga frá liðnum öldum,
jurtaskreyti með ýmsum tilbrigðum.
Reiðalaufið frá Gröf er þverstýft til endans sem gengur inn undir
reiðakúluna en oddlaga til hins endans. Það er 7,5 sm á lengd, 6,5
sm á breidd, algrafið laufaviðum. Þrjár koparhringjur eru á
reiðanum, ein 8x6,6 sm á stærð, steypt með laufaskurði og blað-
skrauti til annars endans og á skrautið sér hliðstæður í verkum
Ólafs Þórarinssonar í Seglbúðum.
Hinar hringjurnar tvær eru ferhyrndar, boglaga á hlið, 5x3,5
sm að stærð og báðar með vel varðveittum laufaskurði á öðrum
enda. Reiðinn ber safnnúmer S:1377. Hann ber efnaðri bændastétt
á fyrra hluta 19. aldar í öllu gott vitni.
Geta má þess að Þuríður Eiríksdóttir í Gröf átti reiðbeisli með
góðum koparbúningi úr smiðju Ólafs Þórarinssonar í Seglbúðum
(d. 1840) og var það síðar í eigu dóttur hennar, Sigríðar Gísladóttur
í Skálmarbæ í Álftaveri.
Goðasteinn
73