Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 78

Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 78
eins metra breið og líklega um tvær mannhæðir á dýpt. Fyllt er sprunga þessi upp með grjóti á þeim kafla, þar sem fólk gengur venjulega, svo að ekki þurfi að stíga yfir hana. Þegar ég var rétt kominn yfir þessa grjótbrú með hópinn á eftir mér, heyri ég hrópað að baki mér, að kona ein hafi dottið og hrapað niður í sprunguna. Ég sneri við á augabragði, til að athuga, hvað gerst hefði. í sömu andrá bar þarna að bílstjóra af Iangferðabíl, sem sagðist hafa séð, hvernig nokkrar konur hefðu rekist saman þarna á fyllingunni með þeim afleiðingum, að ein hefði hrasað og fallið niður í sprunguna. Ég kallaði þegar á aðstoðarfararstjórann og tvo eða þrjá aðra karlmenn og bað þá að koma með mér konunni til hjálpar. Við hröðuðum okkur eins og við gátum og brátt fundum við stað, þar sem komast mátti niður í sprunguna, og flýttum okkur þangað sem konan lá. Hún var meðvitundarlaus, náföl í andliti og blæddi úr stórum skurði á enni hennar, svo að ekki var á að lítast. Er við stóðum þarna yfir konunni, kom á daginn að einn i hópnum var læknir. Mælti hann svo fyrir að við skyldum fá teppi til að leggja konuna á og bera hana síðan upp. Ég náði í teppi í skyndi hjá einum farþeganna og með mikilli varúð komum við konunni brátt upp úr þessari þröngu og hálfmyrku hraunsprungu. Hún kom brátt til meðvitundar, en var ósköp máttfarin og niðurdregin, sem von var. Læknirinn reyndi að hlynna að henni eftir föngum, en gat lítið gert við þessar aðstæður. Það varð því brátt að ráði að koma yrði henni sem skjótast á sjúkrahús. Ég fékk langferðabílstjórann, sem þarna var, til að kalla upp sjúkrabíl og jafnframt kom ég orðsendingu til aðalfararstjórans, svo að hann vissi hvernig komið væri og gæti gert viðeigandi ráðstafanir. Enginn vissi á þessari stundu, hversu alvarlegt slys þetta var, og hvort við ættum eftir að sjá þessa ágætu samferðakonu okkar aftur. Það var því dauft yfir okkur öllum, þar sem við biðum þarna við Almannagjá, og eins og dregið hefði dökkt ský fyrir sólu. En brátt kom sjúkrabíllinn. Tveir einkennisklæddir menn snöruðust út, lögðu sjúklinginn á börur, settu þær upp í bílinn og óku síðan burt á fleygiferð með leiftrandi viðvörunarljósum. Við gátum ekki betur gert, úr þvi sem komið var, og næst lá það fyrir að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í ferðalagi okkar. 76 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.