Goðasteinn - 01.06.1985, Page 91
Hjá minnismerki um fyrstu landnemana í Nýja-íslandi. Frá vinstri: Ingólfur
Ármannsson, Sigurður Helgason, Jón R. Hjálmarsson og Ted Árnason, borgarstjóri
í Gimli.
Meðal annars sýndi ég kvikmynd frá íslandi i 9. bekk. Þótti
krökkunum þetta mjög forvitnilegt efni og spurðu margs. En brátt
lögðum við upp á ný og héldum til Riverton norður við íslendinga-
fljót. Þar hittum við fjölda fólks af íslenskum ættum eins og
Benson, skólastjóra, og kennara hjá honum, þær Gunnu Sigurðs-
son og Margréti Jónsdóttur. Margrét kenndi íslensku í sínum bekk
og virtist ganga það vel. Hún kvartaði þó yfir skorti á kennslu-
bókum og öðru hentugu efni. Var Sigurði Helgasyni falið að greiða
fyrir því, að Menntamálaráðuneytið heima hjálpaði til með að
útvega þessu fólki bækur og kennslugögn við hæfi. Síðar um
daginn ókum við niður með fljótinu og komum þá á bæ Guttorms
Guttormssonar, sem var eitt snjallasta skáld Vestur-Islendinga eftir
Stephan G. Stephansson. Guttormur er látinn fyrir mörgum árum,
en Gilbert sonur hans tók vel á móti okkur og spjallaði við okkur
drjúga stund. Einnig komum við að minnisvarða um Sigtrygg
Jónasson og blaðið Framfara, sem landnemarnir byrjuðu að gefa út
árið 1877 og var fyrsta blað þeirra. Þá fórum við líka niður að
Goðasteinn
89