Goðasteinn - 01.06.1985, Side 94

Goðasteinn - 01.06.1985, Side 94
Jón Sigurðsson í Kanada Islendingar hafa löngum verið áhugasamir ferðamenn og hafa leiðir þeirra legið víða um veröldina. í vaknandi þjóðfrelsisbaráttu 19. aldar kom upp ný og öflug hreyfing meðal fólks tii að bjarga sér. Með því að fárra kosta var völ á heimaslóðum, vildu margir Ieita burt og helst stofna eigið samfélag, nýtt Island, þar sem loftslag væri hlýrra og lífsskilyrði betri en hér heima. Hafís, eldgos, harðindi, fátækt og úrræðaleysi ásamt með skilningssljórri erlendri valdstjórn hafði þá í sameiningu lamað svo þrek og viðleitni fólks til að rétta úr kútnum og skapa hér mannsæmandi lífskjör að fjölmargir sáu þann kost vænstan að leita burt og hasla sér völl í nýju landi. Lengi vel voru þó flutningar úr landi fremur fátíðir og næsta tilviljanakenndir. Þeir sem hneigðust að mormónatrú hófu að flytjast til Bandaríkjanna og settust þá að í Utah upp úr 1850. Þá kom upp hreyfing um að flytjast til Brasilíu, fá þar landsvæði og stofna nýlendu. Þær ferðir byrjuðu upp úr 1860, en minna varð úr en áætlað var í fyrstu, þótt þangað færu samt nokkrir tugir manna. En um og upp úr 1870 byrjuðu ferðir til Norður-Ameríku, fyrst til Bandaríkjanna og síðan aðallega til Kanada. Árin 1873 og 1874 fóru stórir hópar frá íslandi og höfðu flestir í hyggju að setjast að í Wisconsinfylki í Banda- ríkjunum. Þá höfðu borist fréttir af góðum landkostum þar og einnig að íslendingar væru þar vel séðir meðal norskra og sænskra landnema. Eftir margra vikna hrakninga með lélegum skipum náðu hópar þessir til Ontarío í Kanada, þar sem fólkið dvaldist síðar í algjöru reiðileysi og bjó við margs konar skort um margra mánaða skeið. Flestir vildu komast til fyrirheitna landsins í Wisconsin, en það ætlaði ekki að reynast auðvelt. Stjórnvöld í Kanada fréttu af þessum ferðalöngum og heyrðu jafnframt að íslendingar væru harðgert og bráðduglegt fólk og því æskilegir sem landnemar. Voru innflytj- endum þessum gerð allgóð boð, ef þeir vildu setjast að í einhverjum nýbyggðum í Kanada. Forystumenn innflytjendanna töldu slíkt koma til greina, ef fyrst yrði gengið að nokkrum skilyrðum um stöðu þeirra og réttindi. 92 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.