Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 96

Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 96
mörg önnur byggðarlög íslenskra landnema, sem þarna risu á næstu árum. Nú ríkir meðal afkomenda þessa fólks, almenn hag- sæld og velmegun, því að stofninn var ósvikinn og fólkið bráð- duglegt við að bjarga sér. En minningarnar um forfeðurna eru dýrmætar í hugum afkom- endanna og barátta þeirra á frumbýlingsárum gleymist ekki. Saga íslendinga í Vesturheimi er hetjusaga, sem verðskuldar að henni sé haldið til haga og sómi sýndur. Þetta fólk flutti með sér að heiman kyndil vaknandi þjóðfrelsisbaráttu og drauminn um betra og fegurra mannlíf, sem því auðnaðist að gera að veruleika. En ræktar- semi Vestur-íslendinga nær ekki aðeins til eigin sögu, heldur er tryggð þeirra við íslenskt þjóðerni, sögu, bókmenntir, menningu og aðra þjóðlega arfleifð frá garnia landinu með ólíkindum öflug og óbrigðul. Margt er til vitnis um þessa ræktarsemi og þar á meðal er styttan af Jóni Sigurðssyni, sem þeir söfnuðu fé til að kaupa og flytja vestur til sin. Og ekki völdu þeir styttu Jóns forseta stað af verri endanum, því hann stendur við sjálft þinghúsið í Winnipeg- borg. Úr sagnaheimi Vestur-íslendinga Skáldskapur hefur jafnan fylgt íslendingum, hvar sem Ieiðir þeirra hafa legið. íslendingar í Vesturheimi hafa ekki verið neinir eftirbátar í þeim efnum. Nægir í því sambandi að minna á snillinga eins og Stephan G. Stephansson, Guttorm J. Guttormsson, Kristján N. Júlíusson, Jóhann Magnús Bjarnason, Jakobínu Johnson, Bill Valgarðsson og ýmsa fleiri. En það eru ekki bara stórskáldin sem yrkja ljóð og semja sögur, heldur er sagnahefðin svo snar þáttur í tilveru þessa fólks, að segja má að hvarvetna séu sögur og sagnir á kreiki, svo að úr verði eins konar vestur-íslensk þjóðsagnaarfleifð. Ýmsar af þessum sögum frá landnámsárum tengjast samskiptum íslendinga og Indíána, sem yfirleitt voru vinsamleg, en í öðrum ber talsvert á dulrænum viðburðum, draumum og öðru álíka, sem algengt er í sögnum hér heima. Verða nú tilfærðar hér að endingu fáeinar sögur af vörum fólksins þar vestra. 94 Goðcisteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.