Goðasteinn - 01.06.1985, Page 104
taka fyrrverandi nemendur hans og samkennarar. í Skógum var
löngum unnið mikið og gott starf, sem skilaði ágætum árangri. í því
starfi átti Snorri jafnan sinn góða bróðurpart, enda lagði hann sig
alltaf fram um að láta sinn hlut hvergi liggja eftir og hlífði sér í engu.
í einkalífi sínu hefur Snorri verið sérstakur hamingjumaður.
Kona hans, Olga Engilbertsdóttir Hafberg, er sérstök öndvegis-
manneskja í hvívetna og hafa þau alltaf verið sérlega samhent um
að skapa sér menningarlegt heimili og fagurt umhverfi. Þá bera
börnin þeirra fjögur ágætt vitni þeim jarðvegi, sem þau eru úr
sprottin, því að öll eru þau hið mesta myndar- og atgerfisfólk. Þau
eru nú öll uppkomin og hafa haslað sér völl í atvinnu og stofnað sín
eigin heimili. En börn þeirra eru: Olga Guðrún, kennari í Garðabæ,
Ólafur Engilbert, tannlæknirá Hvammstanga, Jón Helgi, lögfræð-
ingur í Reykjavík, og Hlynur, lögreglumaður á ísafirði. Þetta unga
fólk hefur sýnt frábæran dugnað í námi og starfi að hverju sem það
hefur gengið, enda á það ekki langt að sækja þá góðu eiginleika.
í tilefni sextugsafmælis Snorra Jónssonar sendi ég honum og
fjölskyldu hanns, frá mér og fjölskyldu minni, innilegar heilla- og
hamingjuóskir um leið og ég þakka áralanga vináttu, tryggð og
ágætt samstarf.
Jón R. Hjálmarsson,
Selfossi.
102
Goðasteinn