Goðasteinn - 01.06.1985, Page 105

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 105
Pálmar Guðjónsson: Að Syðri-Rauðalæk í Holtum „Þær slóðir, þar sem menn slíta barnsskónum, verða flestum nákomnari en aðrir staðir. Ómeðvitað renna þær inn í líf manna og verða með nokkrum hætti hluti af þeim sjálfum. Ef þar við bætist að skyldmenni og ætt hafa um langan aldur búið í sömu sveitum, verða tengsl mannsins við ættbyggð sína órjúfanlega bundin sögu lífs, sem honum er kært og vanda bundið.” Sveinn Sk. Höskuldsson, Árb. Ferðafélags islands 1977. Þessi orð get ég vel hugsað mér að hafa sem yfirskrift að máli mínu er ég hefst handa um að fara nokkrum orðum um æskuheimili mitt að Syðri-Rauðalæk í Holtahreppi. Þegar líður á ævina fara minningar bernsku- og æskuára að sækja öllu meira á en áður, fyrr en mann varir er hugurinn horfinn á æskuslóðir. Ýmsir viðburðir og hversdagsleg atvik koma fram í hugskot manns. Þá er ekki síst að minnast þess fólks, sem þá var „fullorðna fólkið.” Minnast þess í starfi, í viðræðum, í viðmóti, í baráttu þess, gleði og sorgum og hversu maður óhjákvæmilega mótaðist af hugsunarhætti þess og viðhorfum. Þegar ég festi þessi orð á blað, árið 1984, eru 160 ár frá því að ætt sú er nú býr á Syðri-Rauðalæk settist þar að. Haustið 1824 fæddist á Syðri-Rauðalæk, Halldór Halldórsson, sem síðar átti eftir að verða bóndi þar og eignast 23 börn — æ síðan hafa afkomendur hans þar búið. Faðir þessa Halldórs var Halldór (1787—1824) Jónsson bónda á Stóra-Hofi (1743—1826) Einars- sonar bónda að Ey í Landeyjum (f. 1701) Jónssonar bónda í Syðri- Mörk Steinmóðssonar. Valgerður, móðir Halldórs Halldórssonar, var Jónsdóttir, bónda að Syðri-Gróf í Flóa, Magnússonar að Skúmsstöðum á Eyrarbakka (?) Bjarnasonar. Móðir hennar hét Hclga Guðnadóttir bónda að Gerðum í Landeyjum Filippussonar. Goðasíeinn 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.