Goðasteinn - 01.06.1985, Page 106

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 106
Halldór Jónsson og Valgerður Jónsdóttir hófu búskap í tvíbýli að Bjóluhjáleigu árið 1823. Sá hét Þorgils Magnússon sem þar bjó á móti þeim. Snemma í nrars veturinn eftir fór Halldór í ferð út á Eyrarbakka. Hann var á heimleið hinn 6. mars og fékk á sig vonskubyl, villtist fram á Háfsmela og varð þar úti. Um vorið fór Valgerður að Syðri-Rauðalæk til roskins bónda og ekkjumanns: Ásmundar Gíslasonar og giftist honum. Brúðkaup þeirra stóð á miðju sumri. Um veturnætur ól Valgerður dreng sinn og Iét hann heita Halldór eftir föður hans. í þann tíma kunnu konur ráð til að verða nokkurs vísari um ævilok ungra sveina. Valgerður neytti þess. Hún tók fyrstu lús sem hún fann á drengnum, bar hana fram á bæjardyraþröskuld og lét hana sjálfráða hvert hún skreið. Ef hún skreið inn af þröskuldinum merkti það að drengurinn mundi deyja í rúmi sínu — þessi lús skreið út af þröskuldinum og spáði því að Halldór myndi drukkna í sjó. Valgerður ákvað að verja drenginn þeim örlögum. þess vegna fékk Halldór aldrei að fara í ver með öðrum ungum mönnum — var alltaf haldið heima. Halldór tók við jörð og búi tuttugu og tveggja ára gamall. Sama ár kvæntist hann ungri ekkju Elínu Tómasdóttur bónda í Sauð- holti, Jónssonar bónda þar, Gíslasonar. Hún átti áður Runólf Þorsteinsson bónda í Austvaðsholti. Halldór missti hana f’rá mörg- um ungum börnum haustið 1865. Bjó hann með bústýrum átta vetur en kvæntist Margréti Bárðardóttur 1875. Á ullarlestum 15. júlí 1887 týndist hann á Eyrarbakkafjöru. Lík hans fannst á Hafnarskeiði seint um sumarið og var grafið á Árbæ 15. september. Halldór var hygginn og góður búmaður, og lengi í hópi stærstu bænda í Holtum. Taldi fram um og yfir 20 hundruð í búpeningi fram undir það að börn hans tóku út móðurarfa sína. Oftast um 12-13 hundruð á efstu árum sínum. Hann var einnig einn af mestu barnakörlum þar í Holtasveit. Hann átti með Elínu 13 börn og 10 með Margréti. Þriðja barn Halldórs og Elínar Tómasdóttur var Runólfur, f. 23. nóvember 1850. Hann hóf búskap á Syðri-Rauðalæk árið 1872 og bjó þar til dauðadags 30. maí 1935. Fyrstu árin bjuggu þeir feðgar í tvíbýli á Syðri-Rauðalæk. Halldór féll frá eins og áður er getið árið 1887. Árið 1890 flytur 104 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.