Goðasteinn - 01.06.1985, Page 106
Halldór Jónsson og Valgerður Jónsdóttir hófu búskap í tvíbýli að
Bjóluhjáleigu árið 1823. Sá hét Þorgils Magnússon sem þar bjó á
móti þeim. Snemma í nrars veturinn eftir fór Halldór í ferð út á
Eyrarbakka. Hann var á heimleið hinn 6. mars og fékk á sig
vonskubyl, villtist fram á Háfsmela og varð þar úti. Um vorið fór
Valgerður að Syðri-Rauðalæk til roskins bónda og ekkjumanns:
Ásmundar Gíslasonar og giftist honum. Brúðkaup þeirra stóð á
miðju sumri. Um veturnætur ól Valgerður dreng sinn og Iét hann
heita Halldór eftir föður hans. í þann tíma kunnu konur ráð til að
verða nokkurs vísari um ævilok ungra sveina. Valgerður neytti þess.
Hún tók fyrstu lús sem hún fann á drengnum, bar hana fram á
bæjardyraþröskuld og lét hana sjálfráða hvert hún skreið. Ef hún
skreið inn af þröskuldinum merkti það að drengurinn mundi deyja
í rúmi sínu — þessi lús skreið út af þröskuldinum og spáði því að
Halldór myndi drukkna í sjó. Valgerður ákvað að verja drenginn
þeim örlögum. þess vegna fékk Halldór aldrei að fara í ver með
öðrum ungum mönnum — var alltaf haldið heima.
Halldór tók við jörð og búi tuttugu og tveggja ára gamall. Sama
ár kvæntist hann ungri ekkju Elínu Tómasdóttur bónda í Sauð-
holti, Jónssonar bónda þar, Gíslasonar. Hún átti áður Runólf
Þorsteinsson bónda í Austvaðsholti. Halldór missti hana f’rá mörg-
um ungum börnum haustið 1865. Bjó hann með bústýrum átta
vetur en kvæntist Margréti Bárðardóttur 1875.
Á ullarlestum 15. júlí 1887 týndist hann á Eyrarbakkafjöru. Lík
hans fannst á Hafnarskeiði seint um sumarið og var grafið á Árbæ
15. september. Halldór var hygginn og góður búmaður, og lengi í
hópi stærstu bænda í Holtum. Taldi fram um og yfir 20 hundruð
í búpeningi fram undir það að börn hans tóku út móðurarfa sína.
Oftast um 12-13 hundruð á efstu árum sínum. Hann var einnig einn
af mestu barnakörlum þar í Holtasveit. Hann átti með Elínu 13
börn og 10 með Margréti.
Þriðja barn Halldórs og Elínar Tómasdóttur var Runólfur, f. 23.
nóvember 1850. Hann hóf búskap á Syðri-Rauðalæk árið 1872 og
bjó þar til dauðadags 30. maí 1935.
Fyrstu árin bjuggu þeir feðgar í tvíbýli á Syðri-Rauðalæk.
Halldór féll frá eins og áður er getið árið 1887. Árið 1890 flytur
104
Goðasteinn