Goðasteinn - 01.06.1985, Page 114

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 114
hefur verið einn þátturinn í framþróuninni. Húsbændur mínir sögðu frá því að í fyrri daga hefði fjósið verið mokað með herða- blaði úr stórgrip. Kúm var eingöngu beitt á útjörð nema á haustin. Sumarið 1945 var farið að láta kýrnar liggja úti að nóttu til. Sem kunnugt er tók Mjólkurbú Flóamanna til starfa árið 1929. Ekki veit ég hvenær farið var að leggja þar inn mjólk frá Syðri- Rauðalæk en ég hygg að það hafi ekki verið um leið og búið tók til starfa. Fyrstu ár mín á S-Rauðalæk var mjólk alltaf skilin annað kastið og gjört smjör og skyr. Þess heyrði ég getið að nokkrum árum áður en ég kom að S-Rauðalæk hafi allar kýr þar verið með svipuðum lit, bröndóttar. Stofninn hefur verið góður og hraustur og vel um gripina hugsaði en þeir ekki þrautpíndir til afurða. Ég minnist þess ekki að húsbændur mínir misstu nema tvær kýr skyndilega á þeim aldarfjórðungi sem ég dvaldist hjá þeim. Árið 1941 hafa ærnar verið liðlega eitt hundrað — lömb sett á vetur milli 20 og 30 og sauðir 80—90. Ærnar voru í ærhúsum fyrir „ofan Holt” lömbin í lambhúsi heima og sauðir i tveim húsum fyrir „framan læk” Að vetrinum var farið til húsa seinni part dags og iðulega undir kvöld að gefa sauðunum. Lömbum var gefið tvisvar á dag. Á Landmannaafrétt var rekinn einhver hluti frjárins. Sem kunnugt er gengu miklar breytingar yfir í sögu sauðfjár- búskapar á þessum árum. Mæðiveiki herjaði á fjárstofninn og miklar breytingar verða á verðlagningu kjöts. Þessar breytingar fóru ekki framhjá garði á S-Rauðalæk. Skyndilega tók féð að hrynja niður úr mæðiveiki svo hastarlega að vorið 1949 standa fjárhús nær öll auð. Komust ærnar þá allar fyrir í lambhúsinu heima. Fé var skorið niður haustið 1951 og nýtt fé kom 1952. Ræktun og eldi sauða var hætt. Sambúð sauðkindarinnar og þjóðarinnar er löng orðin og samofin landinu, enda margs konar mat lagt þar á. Kunnátta í meðferð sauðfjárafurða á sér langa sögu einnig. Það var ekki annað hægt en að dást að fyrirhyggju og búhyggindum þess fólks sem hér um ræðir — sem nýtti hvert tangur og tetur af slátur- fénaðinum og bauð löngum vetri byrginn með fullum tunnum kjöts, sláturs og súrmetis — en þetta kostaði allt fyrirhyggju, umhugsun og vinnu. 112 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.