Goðasteinn - 01.06.1985, Side 115

Goðasteinn - 01.06.1985, Side 115
Hross voru 15—20. Fyrstu ár mín á S-Rauðalæk voru þau hýst yfir nóttina að vetrinum og jafnvel sótt langar leiðir, ef þau komu ekki sjálf. Á þessu varð breyting er stundir liðu; farið var að gefa þeim úti. Mér er óhætt að fullyrða að öll meðferð á búfénaði var til fyrirmyndar. Er bylur lamdi glugga var gott til þess að hugsa að hver gripur var í húsi. Fyrstu ár mín á Syðri-Rauðalæk var matmálstímum hagað þannig að borðað var „þrímælt” sem kallað var, þ.e., máltíðir voru kl. 10 að morgni, morgunmatur, kom fyrir að hann var nefndur frúkostur, miðdegismatur kl. 3 og kvöldmatur þegar vinnu var lokið að kvöldi. Þá fékk fólk sér smá hressingu við fótaferð, molasopa um hádegið og um sexleitið að kvöldi. Þessi skipan hélst til ársloka 1946 að breytt var til og komið á hádegismat og eftir- miðdagskaffi eins og almennt gerist nú. Ég hef áður minnst á fullar tunnur súrmatar, kjöts o.þ.h., því má bæta við að á skemmulofti var geymd mjölvara, tólg og brauðmatur. Berjasaft í leirbrúsum og niðursoðið kjöt mátti finna í kjallara. Þrifnaður var æðsta boðorð í matargerð enda fór orð af góðum viðurgerningi og góðum mat á Rauðalækjarheimilinu. Föst regla var á þvottum og skiptum á rúmfatnaði og hreingerningu og ræstingu innanhúss. Mér er í barnsminni laugardagshreingerningin ásamt pönnu- kökubakstrinum. Það fannst mér fara vel saman. Ætíð var reynt að gera hátíðis- og tyllidögum skil sem þeim hæfði með því að hafa tilbreytni í mat og þá voru yfirleitt ekki unnin nema nauðsynjaverk. Um jól og áramót var spilað á spil og reyndar meira og minna yfir vetrartímann. Á hátíðum þótti sjálfsagt að spila langt fram á nótt, jafnvel fram undir morgun. Helstu spil voru vist, lander, púkk og nel'na má spil eins og gosa, kasínu og rommí. Bóklestur var mikið stundaður og tel ég að oftast hafi húsbændur mínir verið að lesa einhverja bók, a.m.k. yfir vetrartímann. Mjög var gestkvæmt á Syðri-Rauðalæk og gestrisni í hávegum höfð. Á öldinni sem leið var bærinn í þjóðbraut, en þá var nánast þjóðvegur eftir bökkum Rauðalækjar — hann hafði að minnsta kosti 18 vöð. Þar um lá leið manna í verslunarstaðina við suður- ströndina og þangað fóru menn einnig til sjóróðra. Þá var farið yfir Þjórsá á Sandhólaferju. Til gamans má geta þess að Hafliði bóndi Goðasteinn 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.