Goðasteinn - 01.06.1985, Page 118
vefnaði og var vefnaður
nokkuð slundaður á heimilinu
frá fornu t'ari og fyrstu ár nrín
þar. Lára lærði orgelleik hjá
Kristínu Ólafsdóttur í Kálfholti
og hjá Sigfúsi Einarssyni dóm-
kirkjuorganista í Reykjavík.
Hún lagði nokkra stund á að
kenna börnum undirstöðuatriði
bóknáms og var ég einn sem þar
naut góðs af hæfileikum
hertnar. Á S-Rauðalæk, eins og
á öðrum sveitaheimilum, var oft
margt starfsfólk — fólk á
ýmsum aldri frá snúnings-
krökkum og unglingum, upp í
kaupafólk og vinnufólk á
ýmsum aldri. Nokkurra vil ég
hér geta sérstaklega:
Helgi Jónsson (1853—1934) kom að S-Rauðalæk „þegar Gunnar
var á fyrsta ári’’ þ.e. 1883 eða 1884. Hann var vinnumaður þar til
dauðadags.
Andrés Ingimundarson frá Hellukoti á Stokkseyri (1875—1960)
var kaupamaður á S-Rauðalæk í 35 sumur samfleitt, síðast árið
1940. Hann var oft eystra fram undir jól, stundaði síðan fiskverkun
á vertíðinni og fór í kaupavinnu snemma sumars en hélt heimili sitt
á Stokkseyri.
Einar Guðmundsson (1877—1944) fluttist að S-Rauðalæk 1918.
Hann var giftur Valgerði Eyjólfsdóttur frá Lambhaga, en missti
hana frá fjórum ungum dætrum. Tvær þeirra, Guðný og Elín, ólust
alfarið upp á S-Rauðalæk. Einar var vinnumaður þar til dauðadags
en fór nær alltaf til Vestmannaeyja á vertíð.
Guðmundur Sigurðsson (1903—1980) flutti að S-Rauðalæk um
1930 og dvaldist nær óslitið þar, þar til hann fluttist á Dvalarheimili
aldraðra á Hellu ári fyrir andlát sitt. Hann vann heimilinu eftir því
sem kraftar entust.
Lára Pálsdóttir
á Syðri-Rauðalæk.
116
Goðasteinn