Goðasteinn - 01.06.1985, Side 119
Allir þessir menn áttu það sammerkt að vera trúir og góðir starfs-
menn, sem mátu hag heimilisins ekki síður en sinn eigin og studdu,
að þeirri festu og reglusemi, sem einkenndi heimilið að Syðri-
Rauðalæk.
Ég nafngreini aðeins tvo af mjög mörgum heimilisvinum sem
heimilinu áskotnaðist. Halldór Teitsson, verkamaður í Hafnarfirði,
dvaldist hin síðustu ár sín oft nokkra daga að sumrinu til eystra.
Hann var í frændsemistölu við S-Rauðalækjarfólkið, sonur
Vilborgar Halldórsdóttur frá S-Rauðalæk.
Ásgeir Ólafsson hafði svipaðan hátt á og Halldór — var lengi
árviss sumargestur. Hann var frá Lindarbæ í Holtum, bjó í
Reykjavík og rak þar heildverslun. Eftir hartn er ljóð sem hann
nefndi „Að Syðri-Rauðalæk” það lýsir vel hug hans til staðarins.
Hér að framan lýsti ég góðum móttökum er ég fékk þegar ég kom
að Syðri-Rauðalæk sem ungur piltur. Árið 1967 fluttust ung hjón
á bæinn. Runólfur Haraldsson og Elsie Júníusdóttir. Þá var komið
að brottfarardegi mínum þaðan. Þessi ágætu ungmenni bjuggu mig
úr hlaði eins og væri ég þeirra eigin sonur. Þeim sendi ég kveðjur
og þakkir. *
Þegar rætt er um náttúrufegurð og fagra staði hérlendis er yfir-
leitt ekki haft hátt um svæðið milli Ytri-Rangár og Þjórsár. Ég ætla
ekki að leggja þar dóm á, en segja það eitt, að hafi ég nokkurs
staðar skynjað náttúrufegurð, þá er það á æskustöðvum mínum á
Syðri-Rauðaíæk. Endurminning um kvöldstund fyrir neðan túnið
á S-Rauðalæk, þar sem Rauðalækur rennur fram á sandeyrum
meðfram sléttum valllendisbökkum, þar sem gróður jarðar
blómstrar, fegurð himins og blíða kvöldsins ríkir og góðgresisilmur
og friður vorsins fylla loftið, þar er unnt að finna óbrotna lífs-
hamingju. Viðlíka endurminningar eru margar svipaðar undir
öðrum kringumstæðum. Ég nefni þau forréttindi, að sjá sól rísa að
morgni yfir „austurfjöllin” útverði Suðurlandsundirlendis.
Veturinn íslenski á líka sína fegurð í margvíslegum myndum. Hver
og einn maður mótast af umhverfi sínu. Sjálfur tel ég mér það
ávinning að hafa hlotið í arf áhrif frá góðu sveitaheimili, þar sem
var virðing borin fyrir verðmætum, vinna frá morgni til kvölds
sjálfsagður hlutur og regiusemi í hávegum höfð.
Goðasteinn
117