Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 20
18
URVAL
háu St. Vitusardómkirkju, þar sem
konungar Bæheims voru krýndir og
grafnir, þar á meðal hinn , ,góði
konungur Wenceslas”, sem getið er
um í hinum fræga jólasálmi.
Hradcanykastali hefur verið stjórn-
málaleg og menningarleg miðstöð
Bæheims allt frá 9- öld, og reyndar
allrar Mið-Evrópu, einkum áður fyrr,
meðan Prag var ein af stærstu
borgum meginlandsins, höfuðborg
Hins heilaga rómaverska keisara-
dæmis og Hapsborgarkeisaradæmis-
ins. Slíkur fjöldi flakkandi lista-
manna, heimspekinga, hljómlistar-
manna og skálda flykktist til hinnar
glæstu bæheimsku hirðar, að slíkir
menn hafa síðan verið kallaðir
„bohemar” (bæheimar).
Fast við kastalann em einnig aðrar
dýrðlegar byggingar, svo sem Bei-
vedere-sumarhöllin með syngjandi
gosbrunninum sínum, Lorettokirkjan
sem er sannkallaður gimsteinn, en í
kjallarahvelfingum hennar er að
fínna fræga kirkjulega fjársjóði, þar
á meðal ílát fyrir kvöldmáltíðar-
brauðið, en ílát þetta er skreytt
6222 demöntum. Þar er líka Stra-
hovklaustrið með sínu stórfenglega
bókasafni, sem er fjórar hæðir, og em
allir veggirnir frá gólfi upp í mynd-
skreytt loftið þaktir fornum bókum
og handritum. Þetta er einn geymur,
og er komist upp á efri hæðirnar
eftir hringstigum sem em slfkur
snilldarþáttur sjálfrar byggingarinnar
að þeir verða vart greindir.
En innan um alla þessa fegurð
getur að líta ýmislegt, sem minnir
miskunnarlaust á stormasama fortíð
borgarinnar. Sé enginn nálægt,
bendir leiðsögumaður þinn þér
kannske á glugga þann á hinni
bleiku Cerninhöll, þar sem Jan Mas-
aryk, síðasti utanríkisráðherra lýð-
ræðisstjórnar í Tékkóslóvakíu, féll út
um eða var hrint út um árið 1948,
svo að hann hlaut bana af. Fleiri
slíkir atburðir hafa gerst í Tékkó-
slóvakíu á ýmsum öldum.
SKOÐUNARFERÐ SEM BORGAR
SIG:
Fyrir neðan kastalann er Malá
Strana, Litlibær, fegursta hverfl Prag.
Flestar barokhallir þess em nú reynd-
ar orðnar að erlendum sendiráðum
ÆVINTÝRABORGIN PRAG
19
Karlsbrúin yfir Vltavafljót. I baksýn er hinn sögufrægi Hradcanykastali.
og stjórnarskrifstofum, en hverfíð
hefur samt lítið breyst síðan á 18.
öld. Ferðamaðurinn má ekki láta
undir höfuð leggjast að fara fótgang-
andi í skoðunarferð um bugðótt öng-
stræti hverfisins, töfrandi lítil torg og
húsagarða, því að annars kemur hann
ekki auga á alla hina undurfögm
engla, erni, bikara, lykla og fíðlur,
sem skorin hafa verið út uppi yfír
dymm húsanna, en slíkt var til leið-
beiningar bréfberunum, þegar þeir
afhentu póst í hverfíð hér áður fyrr,
áður en húsin vom númemð.
Síðan ætti ferðamaðurinn að fara
yfír Vltavaána á Karlsbrúnni, en hún
er ein dýrlegasta brú heims. Hún var
smíðuð árið 1357, og við enda
hennar em skrautlegir gotneskir varð-
turnar. Á henni em 30 hópar högg-
mynda af dýrlingum í stellingum trú-
arlegrar hrifningar og upphafningar.
Trúræknir tékkar taka ofan, þegar
þeir fara fram hjá styttunni af St.
Jóhannesi Nepomuk, „píslarvotti
þagnarinnar” sem var stungið í poka
og honum síðan kastað í ána fyrir að
neita að skýra frá leyndarmálum,
sem honum hafði verið trúað fyrir í
skriftastólnum.
Austurendi brúarinnar liggur að
Gamlabæ. Þar er hið fræga Carol-
inum, aðsetur Karlsháskólans í Prag,
sem stofnaður var árið 1348, og Tyl-
leikhúsið, þar sem óperan ,,Don
Giovanni” eftir Mozart var fyrst sýnd
árið 1787. Sumir áhrifamestu atburð-
ir tékkneskrar sögu gerðust á Gamla-