Úrval - 01.09.1976, Síða 42

Úrval - 01.09.1976, Síða 42
40 URVAL Áhrifaríkasta dulmálið hennar er þó kannski án orða. Sjái hún unga konu minna klædda en velsæmið krefst, og sjái hún líka að pabbi horflr á hana og það með velþóknun, skammast hún ekki eða kemur með meinlegar glósur, eins og flestar eiginkonur. Hún treystir dulmálinu sínu og raular bara upphafslínuna úr söngnum fræga Tom Dooly, þar sem textinn hljóðar svona: ,,Hang down your head, Tom Dooley” (drjúptu höfði, Tom Dooley). Ef pabbi tekur ekki viðvöruninni og heldur áfram að njóta útsýnisins, raular mamma aðra línu úr sama sögn, þar sem textinn er þessi: ,,Poor boy, you’re going to die...” (nú er komið að dauðastundinni, vesl- ingur). Fyrir mörgum, mörgum árum, fann mamma upp „óbeinu játning- una. ’ ’ Heimspeki hennar er á þá leið, að játning sé góð fyrir sálina, en geri ekki mikið fyrir sjálfsálitið. Vandinn er þess vegna þá að játa sekt sína á þann hátt, að engum réttlátum manni detti í hug að telja mann sekan í raun og veru. Mamma hefur til dæmis þann ávana að týna gleraugunum sínum. Þegar hún kemst að því að þau em týnd, segir hún: ,,Þetta er nú engum að kenna nema mér,” — um leið og hún leitar undir koddanum sínum, dauf í dálkinn. „Þegar maður er nú giftur manni með svona einkennilega kímnigáfu, ætti maður að hafa vit á að geyma gleraugun sín á öruggum stað.” Hún axlar byrðina, og lætur hana renna af sér. Ég hélt að mamma hefði fundið upp óbeinu játninguna, þar til ég komst að því hvað hún er algeng hjá fólki, sem er mikið í fréttunum. Frægt fólk notar hana mikið. (,,Ég kennni sjálfum (sjálfri) mér eingöngu um að hjónaband okkar fór út um þúfur. Ég var ekki nógu þroskaður (þroskuð) til að þola æðisköstin hennar (hans). ”). Stjórnmálmönn- um leikur óbeina játningin á tungu. („Þetta er mér að kenna — ég hefði átt að vita að undirmenn mínir réðu ekki við þetta.”) Þótt ég sé aðeins byrjandi í notkun óbeinna játninga, hef ég þó lært hvernig ég á að biðjast afsökunar, þegar ég drep á bílnum við gatnamót og maðurinn minn gefur mér illt auga: „Bölvaður klaufaskapur er þetta hjá mér — að gleyma því alltaf að þú fórst ekki með bílinn í stillingu fyrir hálfum mánuði eins og þú áttir að gera...” Oft segir mamma söguna af sér og yngri bróður hennar, Irving. Mamma hefur alltaf verið að gefa Irving eitthvað, einkum góð ráð. Þegar hann var orðinn fullorðinn, ákvað mamma eitt sinn að hjálpa honum að vinna fé í hestaverðhlaupi. Eina nóttina dreymdi mömmu, samkvæmt sögu hennar, að maður með fjaðraskraut á höfði veifaði til hennar. Hún var enginn óvaningur að ráða drauma (hafði tvisvar drukkið te með sígaunakonu). Hún fór yflr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.