Úrval - 01.09.1976, Síða 43
,,HVAD HEFÉG GERT VITLAUST, MAMMA?”
41
listann með veðhlaupahrossunum
strax næsta morgun og fann þar hest,
sem átti að keppa síðdegis, Hann hét
,,Káti indíáninn.” Hún hringdi í
Irving og sagði honum að fara með
alla peninga sem hann ætti og
stúlkuna sína, Tínu, á veðreiðarnar,
og leggja allt undir „Káta indíán-
ann.”
Þegar hún heyrði svo í útvarpinu
að ,,Káti indíáninn” hefði unnið
óvænt og gefið 100 á móti einum,
kom það henni ekkert á óvart. Hún
beið bara eftir því að Irving kæmi
þjótandi upp tröppurnar með 50
dollara seðlana standandi út úr öllum
vösum. En það dróst fram eftir
kvöldi. Loks komu Irving og Tína,
harla niðurdregin, og lítið vinsamleg
hvort í annars garð.
,,Ég sagði bara,” snökkti Tína,
„síðan hvenær hefur systir þín vit á
hrossum?”
„Hundrað á móti einum,” sagði
Irving örvinglaður. ,,Og Tína fær
mig til að veðja á vitlausan hest.
Hundrað á móti einum...”
En mamma hafði ráð undir rifi
hverju: ,,Ég skal segja ykkur hvað þið
eigið að gera,” sagði hún. ,,Ég vildi
ekki hræða þig Irving, en mig
dreymdi annan draum. Mig dreymdi
að þegar þú værir búinn að vinna á
„Káta indíánann,” yrði ráðist á þig
og þú rotaður og rændur. Svo þið
sjáið, að allt fór á besta veg. Nú
skulið þið sættast og vera glöð. Nú
vitið þið, hvað þið voruð heppin.”
í hvert skipti, sem ég les um
„heimildir,” áreiðanlegar eða öðru
vísi, minnist ég þess hvernig mamma
hjálpaði mér með heimanámið.
Mamma hafði heimildir.
Fyrst botnaði ég ekkert í hvernig
hún fór að þessu. Ég spurði hana
kannski hver væri aðal atvinnuvegur
grænlendinga, og hálftíma seinna
kom hún inn úr eldhúsinu og sagði:
„Fiskveiðar og námugröftur. Þeir
grafa kríólít úr jörðu.”
Svo komst ég að því að hún hafði
fengið sínar upplýsingar í gegnum
símann, frá bókasöfnum, símstöðv-
um og verslunum. Ég held að
mamma hafí aldrei spurt hreint út:
„Hver er aðalatvinnuvegur Græn-
lendinga?” Ef hún þurfti að láta
senda sér eitthvað úr búð, hringdi
hún þangað og pantaði það sem hana
vanhagaði um og sagði svo í lokin:
„Meðal annarra orða, hefur þú
nokkurn tíman komið til Grænlands?
Veistu á hverju þeir lifa þar?” Ef hún
hefði hringt á bókasafn, hefði hún
líklega sagt: „Hafíð þið bók, sem
heitir Aðal atvinnuvegir grænlend-
inga? Nú, jæja, en getið þið sagt mér
hverjir þeir eru?” Það var erfíðast
með símstöðina. Fyrst myndi hún
spyrja um slmanúmer frænku sinnar t
Chicago, og bæta svo við: „Þið
verðið nú að fyrirgefa, ég er svo
taugaóstyrk, ég er nefnilega bráðum
að fara til Grænlands. Ekki vænti ég
að þið getið sagt mér...”
Það var aldrei mikið kynslóðabil
milli mömmu og mín. Það var miklu